Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2017 18:48 Ágústa er almennt heilsuhraust og starfar enn sem sjúkraliði á Grund - nema hún þarf að komast í mjaðmaliðaaðgerð til að geta haldið áfram sínu daglega lífi. mynd/ebg Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal." Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal."
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira