Bið í tvo mánuði eftir að komast á árs biðlista: „Ég er svo reið“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. mars 2017 18:48 Ágústa er almennt heilsuhraust og starfar enn sem sjúkraliði á Grund - nema hún þarf að komast í mjaðmaliðaaðgerð til að geta haldið áfram sínu daglega lífi. mynd/ebg Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal." Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Ágústa Baldvinsdóttir er 74 ára og hefur fundið fyrir verk í mjöðm í lengri tíma. Nú í febrúar fór hún í myndatöku sem staðfesti að mjaðmaliðurinn er ónýtur. Verkirnir hafa versnað og hefur hún undanfarnar vikur átt erfitt með gang og að komast í og úr íbúð sinni á annari hæð. „Málið er bara að ég er orðin bækluð. Ég er það. Og það þarf að skipta um liðinn. Mér finnst bara mjög sorglegt hvernig er komið fram við okkur hér á Íslandi. Sérstaklega þegar maður er farinn að eldast," segir Ágústa. Framkoman sem Ágústa talar um er að eftir myndatökuna hélt hún að hún væri komin á biðlista eftir mjaðmaliðaaðgerð. En svo kom í ljós eftir ítrekaðar hringingar á Landspítala að hún var eingöngu komin með tíma í skoðun hjá bæklunarlækni - og sá tími er í maí. Fyrst eftir tíma hjá lækni kemst hún á biðlistann. Þegar hún sagðist ekki geta beðið vegna erkja var henni sagt að eina leiðin til að flýta ferlinu væri að bera sig illa og láta leggja sig inn. Ágústa verður klökk þegar hún segir frá þessu. „Það er ekkert gert nema maður sé í dauðaslitrunum. Ég sé mig í anda að leika mig mikið verr en ég er og ljúga. Ég bara geri það ekki. Er ekki nóg að ég segi að ég þurfi aðstoð strax, er mér ekki trúað?" spyr hún. Ágústa telur að það sé ársbið eftir mjaðmaliðaaðgerð. „Þetta snýst ekki bara um mig. Hvað með alla hina? Seinnipart árs í fyrra voru fjögur hundruð á listanum sem biðu eftir aðgerð." Ágústa starfar sem sjúkraliði á Grund en er nú í veikindaleyfi. Hún hefur alltaf unnið mikið og notið þess vel. „Ég byrjaði tíu ára að vigta kartöflur í búð og hveiti í poka. Tíu ára gömul byrjaði ég og það var ansi köld höndin sem mér var rétt þegar ég þurfti aðstoð," segir hún. Ágústa segir góðhjartaðan mann hafa heyrt af ástandi hennar og safnað milljón svo hún geti farið í aðgerð hjá einkarekinni heilsustofnun, Klíníkinni. Ágústa fer því í aðgerð á þriðjudag en hefur miklar áhyggjur af öðru fólki sem er ekki svo lánsamt. „Ég er svo reið. Ekki bara fyrir mig heldur líka alla hina. Og sérstaklega eldra fólk. Ég hef áhyggur af því. Þess vegna kem ég í þetta viðtal."
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira