Lífið

Emma Watson skilur ekkert í gagnrýni á Vanity Fair-myndatöku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Emma Watson
Emma Watson Vísir/Getty
Leikkonan Emma Watson skilur ekkert í þeirri gagnrýni sem hún hefur fengið á sig eftir að hún birtist fáklædd í nýjasta tölublaði Vanity Fair.

Netverjar tókust á um myndina sem um ræðir og var hún meðal annars sökuð um tvískinnung með því að birtast fáklædd en leikkonan hefur á síðustu árum verið áberandi í baráttunni fyrir réttindum kvenna.

„Þetta segir mér bara hvað það eru miklar ranghugmyndir í umferð um það hvað feminismi er,“ sagði Watson í samtali við fréttastofu Reuters.

Watson, sem meðal annars er einn af helstu stuðningsmönnum HeForShe herferðarinnar sem miðar að því að fá karlmenn til þess að huga meira að jafnréttismálum, segist vera ráðvillt eftir að hafa séð umræðuna um myndatökuna.

„Feminismi snýst um að gefa konum val,“ sagði Watson. „Þetta snýst um frelsi, frelsun og jafnrétti. Ég skil ekki alveg hvernig það tengist brjóstunum á mér.“

Myndin sem fór fyrir brjóstið á sumum netverjum má sjá hér að neðan, auk viðtals við Emmu Watson, þar sem hún ræðir gagnrýnina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×