Tveir mánuðir milli banaslysa á sama vegarkafla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. mars 2017 18:30 Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“ Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Kona á fimmtugsaldri lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í nótt, aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir að átján ára stúlka lést í slysi á sama vegarkafla. Umferð um veginn hefur aukist um meira en helming á fjórum árum en ekki hefur verið ráðist í úrbætur á honum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa og bæjaryfirvalda um það. „Þetta eru alveg hörmulegir atburðir og það taka þetta allir mjög nærri sér. Það er ekki búið að jafna sig samfélagið hér frá fyrra slysinu þegar þetta brestur á núna,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavíkurbæ.Vegamálayfirvöld verði að setja málið í forgangEftir fyrra slysið setti bæjarstjórnin það í algjöran forgang að fá í gegn úrbætur á veginum. „Það var stofnaður samráðshópur bæjaryfirvalda og fulltrúa stærstu fyrirtækjanna í bænum, ásamt öðrum aðilum, sem eru að vinna að því að þrýsta á yfirvöld að bæta hér um betur,“ segir Fannar. Samráðshópurinn hefur nú fundað með öllum þingmönnum kjördæmisins auk þess sem hann mun funda með vegamálastjóra og Jóni Gunnarssyni samgönguráðherra á næstu dögum. „Við erum að gera það sem við getum til að hitta þá sem að ráða þarna málum, fjárveitingarvaldið og yfirvöld samgöngumála. Við erum að reyna að koma okkar sjónarmiðum á framfæri og vona það besta. Því miður er verið að skera niður fjárveitingar til vegagerðar í landinu en við verðum að treysta því að allir leggist á árarnar að setja okkur í forgang með þennan veg, sem er svona hættulegur eins og hörmuleg dæmi sanna,“ segir Fannar.Ekki hægt að horfa upp á þetta lengur Umferð um Grindavíkurveg hefur aukist um næstum fimmtíu og fjögur prósent á fjórum árum og er vegurinn einn sá hættulegasti á landinu. Fannar segir að vegamálayfirvöld verði að bregðast við og að ekki sé hægt að horfa upp á þetta lengur. „Hættan er til staðar og hún eykst ef eitthvað er. Núna þegar þessi dæmi sanna það að það verður eitthvað að gera, þá veit ég að góðhjartað fólk getur ekki horft upp á þetta lengur.“
Tengdar fréttir Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00 Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50 Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Margoft krafist úrbóta á Grindavíkurvegi Bæjarstjórn Grindavíkur vill að Vegagerðin bæti veginn. Banaslys var á veginum í gær. 13. janúar 2017 07:00
Banaslys á Grindavíkurvegi Svo virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún valt og hafnaði utanvegar. 5. mars 2017 10:50
Mikil sorg í Grindavík: Vegurinn á lista yfir áhættumestu vegi landsins Íbúar í Grindavík eru harmi slegnir eftir að 18 ára stúlka lést í bílslysi á Grindavíkurvegi í gær. Forseti bæjarstjórnar og alþingismaður segja óskiljanlegt að ekki hafi verið gerðar útbætur á veginum áður en hörmulegt slys átti sér stað. Ítrekað hafi verið óskað eftir þeim. Vegurinn sé á lista yfir áhættumestu og slysamestu vegi landsins. 13. janúar 2017 19:00