Heimsþekktum kokki bannað að bera fram engisprettur á Food & Fun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 14:00 Julian Medina flutti engispretturnar með sér hingað til lands frá Mexíkó en mátti svo ekki bera þær fram á Apótekinu. vísir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim. Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim.
Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56