Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 23:30 Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“ Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“
Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56