Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Bjarki Ármannsson skrifar 8. febrúar 2016 23:30 Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“ Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Framleiðendur orkustanganna Jungle Bar, sem meðal annars eru búnar til úr krybbum, gagnrýna Matvælastofnun (MAST) fyrir „óskiljanleg vinnubrögð“ við afgreiðslu stanganna. Líkt og fram hefur komið, þurfti að fjarlægja stangirnar úr hillum Hagkaupa eftir fjóra daga í sölu en í tilkynningu vegna málsins segja framleiðendurnir fulltrúa MAST hafa sagt ósatt í viðtali við Vísi fyrir helgi. Innleiðing reglugerðar um nýfæði, sem Evrópusambandið (ESB) tók upp árið 1997, varð til þess að hætta þurfti sölu Jungle Bar og hefur framleiðendunum verið gert að farga stögnunum eða koma úr landi á eigin kostnað. Helga Margrét Pálsdóttir, fagsviðsstjóri hjá MAST, útskýrði málið þannig í viðtalinu við Vísi að þar sem matvæli úr skordýrum teldust nýfæði og engin umsókn hafi borist um markaðssetningu þeirra í Evrópu, hefðu slíkar vörur ekki gengist undir áhættumat.Sjá einnig: Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB „Staðan er sú að í Evrópu hefur ekki verið sótt um leyfi fyrir neinu skordýri og skordýr eru bara ekki leyfð á neytendamarkaði,“ sagði Helga Margrét meðal annars.Í tilkynningu frá Crowbar Protein, framleiðanda Jungle Bar, til fjölmiðla er þessi staðhæfing sögð ósönn. Bent er á að þrjú Evrópuríki, Belgía, Holland og Bretland, hafi sérstaklega leyft skordýr til manneldis.Í tilkynningu sem MAST sendi frá sér nú síðdegis er þessari athugasemd þó svarað þannig að þessi ríki telji reglugerð ESB ekki gilda um heil skordýr, aðeins afurðir úr skordýrum. Ný reglugerð um nýfæði, sem taki gildi að fullu í byrjun janúar 2018, taki af allan vafa um það að heil skordýr séu ekki leyfð nema með sérstöku leyfi frá sambandinu.Sjá einnig: Íslendingur í heimspressuna fyrir skordýramatargerð Þeir Stefán Atli Thoroddsen og Búi Bjarmar Aðalsteinsson, stofnendur Crowbar Protein, ítreka í tilkynningunni vonbrigði sín með það að sala Jungle Bar sé ekki leyfð. „Þetta ástand er óþolandi,“ segja þeir. „Sérstaklega þegar við lítum til þess sem er raunverulega að gerast í Evrópu. Skordýr eru á boðstólum út um allt og þar að auki hafa Sameinuðu þjóðirnar talað fyrir því að Vesturlandabúar ættu að borða skordýr í meiri mæli [...] Við hvetjum ráðamenn þjóðarinnar sem og MAST til þess að stuðla að neyslu heilnæmra og umhverfisvænna matvæla í stað þess að gerast erindrekar úrelds regluverks Evrópusambandsins.“
Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03 Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Framleiðendur matvæla úr skordýrum þurfa leyfi frá ESB Skordýraafurðir eiga eftir að gangast undir áhættumat, segir fagsviðsstjóri Matvælastofnunar. 5. febrúar 2016 16:03
Íslenskir frumkvöðlar vilja koma orkustykki úr krybbum á markað Segja ókannaða möguleika felast í því að rækta skordýr til matvælagerðar. 14. apríl 2015 09:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56