Innlent

Klofið kirkjuráð hafnar öllum tilboðum í stórhýsið á Laugavegi 31

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Fasteignasali lýsti Laugavegi 31 sem "gulleign í miðbænum“.
Fasteignasali lýsti Laugavegi 31 sem "gulleign í miðbænum“. vísir/ernir

Kirkjuráð hefur hafnað öllum kauptilboðum í Laugaveg 31.

„Kirkjuráð ákveður að hafna þeim á þeirri forsendu að þau uppfylli ekki þær væntingar sem lagt var upp með varðandi söluna,“ segir í tillögu frá forseta kirkjuráðs, Agnesi Sigurðardóttur biskup.

Agnes Sigurðardóttir biskup á skrifstofu sinni í Kirkjuhúsinu á Laugavegi 31.vísir/gva

Klofningur varð í atkvæðagreiðslu um málið í kirkjuráði síðastliðinn föstudag. Þrír af fimm ráðsmönnum greiddu tillögu biskups atkvæði, einn sat hjá og einn var á móti.

„Ég harma þá afstöðu meirihluta kirkjuráðs að greiða atkvæði með tillögu forseta kirkjuráðs og hafna þar með fyrirliggjandi og mjög ásættanlegu kauptilboði,“ bókaði Stefán Magnússon, annar af tveimur fulltrúum leikmanna í ráðinu.

Einni viku fyrir fundinn á föstudag hafði sérstaklega verið til umræðu á fundi kirkjuráðs kauptilboð frá félaginu M3 Capital ehf. Þá var einnig lögð fram greining fasteignasölunnar Eignamiðlunar á húsaleiguforsendum og ávöxtunarkröfu kauptilboðsins. Sömuleiðis lágu þá fyrir minnispunktar Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra kirkjuráðs, varðandi tilboðið.

Þess má geta að þegar kirkjuráð samþykkti 17. janúar síðastliðinn með fjórum atkvæðum að setja Laugaveg 31 á sölu sat Agnes biskup ein hjá í atkvæðagreiðslunni. 


Tengdar fréttir

Stór fasteignafélög bítast um Kirkjuhúsið á Laugavegi 31

„Það komu fram ýmsar pælingar um hvað hugsanlegt væri að fá fyrir eignina og við getum sagt að tilboðin séu á því róli,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um tilboð í Laugaveg 31 sem hýsir Kirkjuhúsið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×