Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Fanginn afplánaði fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015. vísir/pjetur „Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30
Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56
Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04