Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2017 18:30 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. vísir/ernir Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. Þá þurfi að huga sérstaklega að meðhöndlun geðsjúkra fanga en hún sé enn sem komið er bágborin. Þingmenn voru flestir sammála um að auka þyrfti þátt betrunar í refsingum á Íslandi og minnka þátt beinnar fangavistar. En Birgitta Jónsdóttir hóf sérumræðu um málefni fanga á Alþingi í dag og sagðist vona að núverandi dómsmálaráðherra héldi áfram á braut úrbóta sem fyrrverandi ráðherra hafi byrjað á í málaflokknum. „Það er nauðsynlegt að við færum okkur úr hugarfari refsarans yfir í mannúðlegri úrræði fyrir fólk sem vill bæta sig og nýta frelsissviptinguna til að byrja upp á nýtt. Því miður er það svo að fá úrræði eru í boði bæði við afplánun en þó sér í lagi þegar afplánun lýkur. Allt of algengt er að fólk lendi beint í sama mynstri eftir að það hefur lokið afplánun,“ sagði Birgitta. Nefndi Birgitta dæmi um mismunandi stöðu kvenna og karla í refsikerfinu bæði hvað varðaði refsiúrræði, vinnu og menntun innan fangelsis og eftirfylgni að fangelsisvist lokinni. Þá skorti mikið á sálfræðiþjónustu við fanga, þar sem aðeins tveir sálfræðingar sinntu landinu öllu og hún hefði heimildir fyrir að engin slík þjónusta væri í boði í fangelsinu á Akureyri. „Nú síðast í dag lést fangi vegna tilraunar til sjálfsvígs í fangelsinu á Akureyri. Ég vona með sanni að það sé tilefni til að tryggja föngum þar áfallahjálp af einhverju tagi og sálfræðiaðstoð,“ sagði Birgitta. Það hljóti allir að vera sammála um að sjúkt fólk eigi ekki að vista í fangelsum. Ríkisendurskoðun hafi bent á að tryggja þyrfti föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu, mæta þörfum þeirra með viðeigandi greiningu og meðferð, þar með talið á geðdeild og móta heildarstefnu varðandi geðsjúka, fatlaða og aldraðra dómþola. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði betrun besta úrræðið til að draga úr endurkomu og ítrekun brota. Endurkomum hafi fækkað í fangelsum á Íslandi og betrun hafi verið staðfest sem markmið með fangelsisvist og refsingum. Almennt hafi vistun utan fangelsa aukist ásamt rafrænu eftirliti og samfélagsþjónustu. „Allt að einu, þá stendur yfir vinna við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki á næstu vikum. Í öllu falli verður fullnustuáætlun kynnt hér á þessu ári,“ sagði dómsmálaráðherra. Þar verði sérstaklega hugað að geðsjúkum refsiþolum. „Og það er alveg rétt sem hér hefur komið fram að staða geðsjúkra fanga eða þeirra sem þurfa á þjónustu geðlækna eða sálfræðinga að halda, hún hefur og er enn þá bágborin. Það verður alveg að segjast eins og er. Í fangelsum, kannski, með sambærilegum hætti og hún er utan fangelsanna líka,“ sagði Sigríður Á. Andersen.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira