Dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5 milljarða Birgir Olgeirsson skrifar 8. mars 2017 21:26 Karl Wernersson. Vísir/GVA Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér. Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,1 milljarð króna. Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið í dag snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að eignir Milestone ehf. rýrnuðu verulega í kjölfar hrunsins haustið 2008. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í september árið 2009 en í í framhaldinu fyrirskipaði skiptastjóri þrotabús félagsins rannsókn á bókhaldi og rekstri Milestone ehf. síðustu tvö árin fyrir frestdag. Endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young annaðist rannsóknina en í henni kom í ljós að verulegar fjárhæðir hefðu verið greiddar af reikningi Milestone ehf. til Ingunnar með fjölda greiðslna á árunum 2006 til 2007. Samtals hafi greiðslur numið 5,1 milljarði króna. Í stefnu þrotabús Milestone, sem var gegn bræðrunum Karli og Steingrími, systur þeirra Ingunni og Guðmundi Óla, var aðallega gengið út frá því að greiðslurnar hafi verið lán til Ingunnar. Hafi uppsöfnuð skuld hennar í lok árs 2006 verið aflétt með færslu í bókhaldi félagsins með því að krafa sömu fjárhæðar var mynduð í bókhaldinu á félagið Milestone Import Export Ltd. Nam sú fjárhæð 2,7 milljörðum króna í árslok 2006. Sama hafi verið gert í árslok 2007, en þá kvað þrotabú Milestone skuld Ingunnar hafa numið 2,4 milljörðum króna. Þrotabú Milestone gekk aðallega út frá því að fjárgreiðslurnar fælu í sér lán til Ingunnar en jafnframt var tekið fram að svo virtist sem greiðslurnar gætu mögulega verið liður í kaupum Karls og Steingríms á hlutum Ingunnar í Milestone ehf. og tengdum félögum. Þeir Karl og Steingrímur höfðu áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti Íslands vegna þessa gjörnings í en í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp í apríl síðastliðnum en þar var Karl dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone, til þriggja ára fangelsisvistar og Steingrímur til tveggja ára fangelsisvistar. Í málinu sem Héraðsdómur Reykjavíkur felldi dóm í, í dag, hafði Ingunni Wernersdóttur einnig verið stefnt en hún var sýknuð af kröfunni. Lesa dóminn hér.
Milestone-málið Dómsmál Tengdar fréttir Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01 Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Erlent Fleiri fréttir „Stjórnlausar dvalarleyfisveitingar eru ekki hagur neins“ Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Sjá meira
Karl, Steingrímur og Guðmundur dæmdir í fangelsi í Milestone-málinu Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm, Guðmundur Ólason þrjú ár og Steingrímur Wernersson tveggja ára dóm. 28. apríl 2016 15:01
Karl Wernersson hóf afplánun í síðasta mánuði Karl Wernersson, fyrrverandi stjórnarformaður Milestone, er byrjaður að afplána dóm sinn en hann mætti á Kvíabryggju í síðasta mánuði. 19. júlí 2016 09:30