Samgönguráðherra vill að ferðamenn fjármagni uppbyggingu vegakerfisins Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2017 18:58 Jón Gunnarsson samgönguráðherra. vísir/anton brink Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Sextíu og fimm milljarða króna vantar í viðhald og uppbyggingu vegakerfisins á næstu árum en til samanburðar fara rúmir fjórir milljarðar í málaflokkinn á þessu ári. Samgönguráðherra segir að mikil fjölgun ferðamanna sé í raun rót vandans og leita þurfi leiða til að þeir taki þátt í uppbyggingunni með gjaldtöku. Iðnþing var haldið í Hörpu í dag undir yfirskriftinni öflugir innviðir - lífæðar samfélagsins. En Harpa er auðvitað ein af þessum innviðum þegar kemur að menningunni og ferðaþjónustunni. Það sama má segja um öll þau hótel sem risið hafa að undanförnu og eiga eftir að rísa til að mynda fyrir framan Hörpu. En það er í vegakerfinu sem þarf að taka á. Þar telja menn að það vanti hvorki meira né minna en 65 milljarða í viðhald og uppbyggingu vega. Það skortir ekki á að allir sem tjá sig um málaflokkinn séu sammála um þörfina og hafi djúpan skilning á nauðsyn þess að byggja upp vegakerfið og aðra innviði. Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sagði öruggan flutning raforku og uppbyggingu annarra innviða meira og minna tengjast hver öðrum. „Hugtakið innviðir er mikið notað í daglegri orðræðu. Orðið er ákveðið tískuorð ef svo má segja og það er mikilvægt að við áttum okkur á þessu hugtaki og hvert hlutverk þessara innviða er. ... Á sama hátt getum við spurt okkur: Til hvers þurfum við vegakerfi, flugvelli, ljósleiðara eða fjarskipti. Jú svarið liggur í því að þetta eru einmitt lífæðar samfélagsins. Hver á sínu sviði. Allt eru þetta nauðsynlegir innviðir sem saman mynda undirstöður hagvaxtar og velferðar,“ sagði Þórdís. Í pallborðsumræðum kom fram hjá Gylfa Gíslasyni framkvæmdastjóra JÁVERK að á sama tíma og umferðin ykist stöðugt og ferðamönnum fjölgaði um hundruð þúsunda hafi dregið úr framlögum til vegagerðar. „Sú staðreynd að uppsöfnuð þörf í fjárfestingum í vegakerfinu sé að minnsta kosti 65 milljarðar, ætti heldur betur að vekja okkur til umhugsunar. Fjárfestingar í samgönguinnviðum, hvort sem um er að ræða vegi, hafnir eða flugvelli styðja við alla aðra uppbyggingu og starfsemi í landinu. En veikleikar í innviðum geta auðveldlega takmarkað fjárfestingar og umsvif í öðrum greinum,“ sagði Gylfi. Jón Gunnarsson samgönguráðherra sagðist mæta með betlistaf á fund ríkisstjórnar í fyrramálið en á þessu ári færu 4,5 milljarðar í vegakerfið þegar þörfin væri 14 milljarðar. Á sama tíma hefðu útgjöld ríkisins á þessu ári verið aukin um 50 milljarða. Reikna mætti með að heildarútgjöld ríkisins aukist um 25 milljarða á næsta ári en mikil þörf væri víða í samfélaginu eins og í heilbrigðis- og menntakerfinu. „Þannig að það blasir við mér að ef við ætlum í alvöru að takast á við þetta verkefni, ef við ætlum að stíga alvöru skref og fara inn í þetta á næstu árum svo um muni, þá þurfum við að horfa til annarra leiða.“ Þá þurfi með gjaldtöku að leita fjármuna hjá þeim ferðamönnum sem í raun séu rót vandans. „Það er að þeir taki sem mestan þátt í því með okkur núna á næstu árum að byggja upp samgöngukerfi landsins,“ sagði Jón Gunnarsson.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira