Innlent

Sjómenn kæra kosningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá talningunni atkvæða.
Frá talningunni atkvæða. vísir/jói
Hópur sjómanna undirbýr að kæra til félagsdóms framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna. Heiðveig María Einarsdóttir, talsmaður sjómannanna, segir meginástæðuna vera þá að of stuttur tími hafi liðið frá því að samningar voru undirritaðir og þangað til atkvæði voru greidd um þá.

„Þetta snýst um að samningurinn sé samþykktur án alls vafa og því er ekki til að dreifa með þessari framkvæmd,“ segir Heiðveig. Auk þess að kæra málið til félagsdóms verður ASÍ beðið um úrskurð eða bindandi álit um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×