„Það verða allir að koma í þennan vagn“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 16:15 Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Vísir/GVA Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan. Víglínan Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Staðan á vinnumarkaði Íslands er eldfimari en marga grunar. Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins lýkur störfum á næstu dögum. Hún hefur verið að endurskoða yfir hundrað kjarasamninga sem rúmlega 70 prósent vinnandi fólks í landinu hafa skrifað undir. Svo gæti farið að Alþýðusambandið segi samningunum upp vegna drjúgra launahækkana sem kjararáð skammtaði æðstu embættismönnum fyrir skömmu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, og Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, mættu í víglínuna í dag og ræddu stöðuna.Megin forsendur samninganna eru um kaupmáttaraukningu, aðkomu ríkis að uppbyggingu íbúða og þróun annarra hópa. Gylfi segir nefndina hafa skilað sínu tæknilega mati nú í vikunni. Hann segir Alþýðusambandið hafa fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að farið verði í að bæta húsnæðismálin. Gylfi telur það mjög mikilvægt. „Kaupmáttur, augljóslega, hefur vaxið mjög mikið og það reynir ekki á hana (forsenduna). Það er alveg ljóst að hvað varðar kjaramálin að ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðastliðnu ári eru þess eðlis að það er sameiginlegt mat okkar að það er ekki í samræmi við þá launastefnu sem við sameinuðumst í þessu svokallaða rammasamkomulagi frá október 2015,“ segir Gylfi. Hann segir að forsendubresturinn sé staðfestur og það sé búið að koma því til samninganefndar Alþýðusambandsins og framkvæmdastjórnar Samtaka atvinnulífsins að þessi staða sé uppi. „Við funduðum í samninganefnd Alþýðusambandsins í vikunni og áttum viðræður við Samtök atvinnulífsins um þessa stöðu, því að samningurinn kveður líka á um, eigum við að segja viðræðuskyldu, ekki bara að láta forsendubrestinn leiða til uppsagna heldur leita leiða til þess að samningar geti haldið gildi sínu.“ Björgólfur segir stöðuna vera „djöfullega“. Búið væri að vinna að þessar vegferð mjög lengi. Þá liggi fyrir að SA og ASÍ verði ekki ein í því. Semji um einhverja ákveðna leið og stórir aðrir hópar séu svo „freelance“. Vísar hann þar til ákvörðunar Kjararáðs. „Það verða allir að koma í þennan vagn og það vilja allir fá leiðréttingu. Þess vegna er þetta, já ég segi bara aftur, djöfulleg staða að vera í. Við erum með alveg ótrúlega kaupmáttaraukningu og náðum miklum árangri þar, en það er ýmislegt sem hefur hjálpað þar svo sem.“ Hann sagði að fleira en Kjararáð koma inn í þennan forsendubrest. Búið væri að semja við kennara og aðra og það hafi truflað þessa vegferð. „Við vissum það svo sem þegar við fórum af stað að þetta yrði ekkert auðvelt. Það yrði ekki auðvelt að fá alla hópa að og ákveðnir hópar vildu leiðréttingu. Við höfum verið að fókusera á að hækka lægstu launin, það hefur gengið eftir, en síðan eru einhverjir hópar sem vilja meira, áður en þeir koma inn í vagninn. Þannig er ekki vegferðin,“ sagði Björgólfur. Hægt er að horfa á þá Gylfa og Björgólf hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira