Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Sveinn Arnarsson skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Börn Sævars Ciesielski, Sigurður Sævarsson, Lilja Rún Jensen, Victor Blær Jensen og Hafþór Sævarsson. vísir/hanna Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Setja þarf upp sannleiksnefnd líkt og í Suður Afríku til að sannleikurinn um rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum komi fram. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þar gæfist rannsakendum sem enn eru á lífi tækifæri til að deila sannleikanum um rannsókn málsins. „Það sjá það allir að pottur hafi verið brotinn í rannsókn málsins og miklar líkur á að hinir dómfelldu verði hreinsaðir af ákærum sínum um mannshvörfin,“ segir Helgi. „Hins vegar verðum við sem samfélag að fá allt upp á borðið og setja upp sannleiksnefnd líkt og í Suður-Afríku. Það þarf að gerast sem fyrst. Til að geta lokið málinu sómasamlega ætti það að vera næsta skref, að rannsaka rannsókn málsins ofan í kjölinn.“ Endurupptökunefnd ákvað á föstudaginn að taka upp hæstaréttardóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum sem snýr að mannshvörfunum. Hafþór Sævarsson, sonur Sævars Ciesielski, er bæði ánægður og svekktur yfir þeirri niðurstöðu. „Það er auðvitað stórsigur að málin séu tekin upp aftur eftir öll þessi ár. Vonandi mun Hæstiréttur síðan endanlega hreinsa mannorð þessa fólks fyrir fullt og allt,“ segir Hafþór. „Það er hins vegar leiðinlegt að endurupptökunefndin hafi ekki tekið Erlu með og mér þykir það fráleitt,“ heldur Hafþór áfram. „Vonandi fellur það af sjálfu sér á endanum. Það sem skiptir mestu er að brotaviljinn var kerfisins allan tímann. Kerfið ákvað síðan að verja sig með öllum ráðum fyrir því að málin yrðu tekin upp að nýju.“ Settur var á laggirnar starfshópur í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar um málið. Starfshópnum var falið að fara yfir málið í heild sinni en sérstaklega þá þætti sem lúta að rannsókninni og framkvæmd hennar á sínum tíma. Ögmundur telur niðurstöður þess hóps, sem skilaði niðurstöðum í mars árið 2013, hafa valdið straumhvörfum í málinu. „Í niðurstöðum starfshópsins, sem voru afgerandi, segir það hafið yfir allan skynsamlegan vafa að framburður dómfelldu hafi verið óáreiðanlegur,“ segir Ögmundur. Ráðherrann fyrrverandi bendir á að í niðurstöðum starfshópsins hafi allir sem voru dómfelldir verið nefndir á nafn og framburður þeirra. „Þess vegna olli það mér vonbrigðum að mál Erlu Bolladóttur hafi verið tekið út. Ég hafði trú a því að mál þeirra allra hefðu öll hangið saman.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48 Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Telur ólíklegt að málið upplýsist nokkurn tímann "Þetta er eiginlega síðasti spölurinn á langri leið," segir sakborningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 24. febrúar 2017 16:48
Telja verulegan vafa á að framburðir hinna sakfelldu hafi byggst á eigin upplifun þeirra Endurupptökunefnd telur verulegan vafa leika á um það að framburðir þeirra sem sakfelldir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, um meinta refsiverða háttsemi, hefði byggst á eigin upplifun þeirra. 25. febrúar 2017 13:25