Snjórinn kominn til að vera næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 08:44 Snjórinn er ekkert að fara og dýr og menn munu því áfram geta leikið sér úti við í vikunni. vísir/vilhelm Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira