Snjórinn kominn til að vera næstu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2017 08:44 Snjórinn er ekkert að fara og dýr og menn munu því áfram geta leikið sér úti við í vikunni. vísir/vilhelm Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost. Veður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Það verður bjart og kalt næstu daga á höfuðborgarsvæðinu að sögn Teits Arasonar, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Hitinn verður undir frostmarki og er snjórinn sem féll um helgina því kominn til að vera, að minnsta kosti í bili. Þá verður vindur nokkuð hægur en Teitur segir að hæð sem sé fyrir norðan land virðist ætla að sitja þar kyrr í nokkra daga en hæðir halda lægðum í burtu sem færa úrkom og vind til landsins. „Það verður því nokkuð svipað veður núna í nokkra daga og það verða því kjörin tækifæri til hvers kyns vetrarútivistar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Teitur í samtali við Vísi. Aðspurður um veðurhorfur á landinu öllu segir Teitur að þær séu svipaðar og á höfuðborgarsvæðinu nema helst í dag, mánudag, þegar það verður norðaustan strekkingur með snjókomu fyrir norðan og á Austurlandi. „Það er lægð fyrir austan land sem sendir úrkomubakka yfir en frá og með þriðjudegi mun hæðin svo taka meira völdin og það verður yfirleitt hægur vindur á landinu öllu, engin úrkoma og bjart veður. Það er kannski helst við blá austurströndina sem gæti gert smá él með vindi á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag,“ segir Teitur.Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofu Íslands:Norðaustan 10-18 m/s, hvassast SA-til og á Vestfjörðum. Dálítil snjókoma eða slydda N- og A-til, en él seinni partinn. Yfirleitt léttskýjað S- og V-lands, en stöku él syðst. Úrkomuminna með kvöldinu. Hæg austlæg átt og víða léttskýjað á morgun, en norðan 8-13 og og dálítil él austast. Frost víða 1 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna.Á þriðjudag:Norðan 8-15 m/s og dálítil él austast á landinu, en annars fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og yfirleitt léttskýjað. Frostlaust syðst, en frost annars 0 til 5 stig. Kólnar með kvöldinu.Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt og léttskýjað, en heldur hvassara og stöku él austast. Talsvert frost.Á laugardag og sunnudag:Austlæg átt og bjart með köflum, en strekkingur og dálítil él syðst. Áfram talsvert frost.
Veður Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent