Opinskár um nýtt typpi: „Vil vera fyrirmynd” Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“ Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Hálkuaðstæður þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira