Opinskár um nýtt typpi: „Vil vera fyrirmynd” Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 20:00 Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fyrir tveimur vikum fór Alexander í átta tíma langa kynleiðréttingaraðgerð þar sem ný aðferð var notuð til að búa til typpi. Sérstaklega þunn húð af framhandlegg var notuð til að líkja eftir tilfinningu og útliti. „Þetta er stór og flókin aðgerð. Það er tekin húð og fita af hendinni og rúllað upp og gert eins og typpi og fest á mig. Svo er tekið þunnt lag af lærinu og grætt á hendina,” segir Alexander en með þessari aðferð eru tvær taugar teknar með. „Önnur er tengd húðtilfinningu og hin í snípinn sem gefur líkur á því að það verði kynferðisleg tilfinning í typpinu.” Sérstakan búnað þarf að græða seinna í Alexander svo hann hafi möguleika á að fá reisn og til að hafa þvaglát þarf að tengja þvagrásina en það er flókið og Alexander kaus að sleppa því - enda fór hann ekki í aðgerðina til að pissa standandi. „Þetta snýst aðallega um útlitið. Ég vil geta horft í spegil og verið ánægður með það sem ég sé. Ég get alveg haldið áfram að pissa sitjandi og þetta snýst ekki um kynlíf. Það er mikilvægt fyrir mig að vera ánægður með það sem ég sé þegar ég horfi á sjálfan mig.” Alexander fyrst eftir aðgerðina - en hún tók afskaplega á hann, bæði líkamlega og andlega.Alexander kom út úr skápnum sem lesbía þegar hann var átján ára. „Svo hætti það að vera nóg fyrir mig að ganga í strákalegum fötum og deita stelpur,” segir hann en hann hóf kynleiðréttingarferlið fyrir tveimur árum. Fyrst fór hann í ráðgjöf, svo í hormónameðferð. Fyrir ári fór hann í brjóstnám og um svipað leyti kynntist hann kærustunni sinni en þau eiga von á barni saman í sumar. Þau eru bæði virk í Samtökunum 78 enda eru þau bæði hinsegin eins og þau segja sjálf - jafnvel þótt þau líti út fyrir að vera gagnkynhneigt par. Alexander tók þá ákvörðun að vera sérlega opinskár um þessa persónulegu aðgerð. „Þetta er mögulega óvenjuleg leið en þar sem ég er með þeim fyrstu að fara í svona aðgerð þá vildi ég vera fyrirmynd fyrir þá sem eru yngri og geta hjálpað þeim ef þeir þurfa á að halda.” Og Alexander fær margar skrýtnar og persónulegar spurningar - og þar á meðal - hvernig það hafi verið að kíkja í fyrsta skipti. „Það var rosalega skrýtið,” svarar hann. „Enda er ég ekki kominn með tilfinningu í typpið. Ég sé þetta en það er ekki beint eins og það sé tengt við mig. En svo er notað Doppler til að hlusta á hjartsláttinn. Þannig að ég heyri alltaf hjartsláttinn sem gerir þetta raunverulegra.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira