Lárus: Viðar talar um starf neðrideildarliða á niðrandi hátt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2017 12:00 Lárus Guðmundsson og Viðar Halldórsson. Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og formaður KFG í Garðabæ, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Viðars Halldórssonar í Akraborginni á X-inu í gær. Viðar er formaður FH og gagnrýndi í viðtali við Hjört Hjartarson hversu mikil áhrif sum lið í neðstu deildunum hefðu haft á ársþingi KSÍ um helgina. „Til gamans sýnist mér 30 af þeim 40 félögum sem hafa skráð sig til leiks í tveimur neðstu deildunum séu án barna- og unglingastarfs og kvennastarfs. Þetta eru hópar manna sem hafa tekið sig saman og vilja spila fótbolta í meistaraflokki. Það kalla ég ekki grasrót,“ sagði Viðar meðal annars í viðtalinu. Lárus sendi yfirlýsingu til Fótbolta.net vegna ummæla Viðars og fannst þau skjóta skökku við. Meðal annars nefnir hann að eiginkona Viðars hafi verið fulltrúi 4. deildarliðs ÍH á þinginu eins og Vísir fjallaði um á laugardag. „Ekki truflaði það Viðar á þessum tímapunkti að ÍH er ekki með barna- og unglingastarf,“ sagði í yfirlýsingu Lárusar. Hann segir að það ætti að fara varlega í að gagnrýna starfið sem fer fram í neðri deildum Íslandsmótsins og bendir Lárus á að mörg stór félög nýti tengsl sín við neðrideildarfélög til að gefa leikmönnum tækifæri. „Viðar talar einfaldlega á niðrandi hátt um starf neðrideildarliða og af töluverðri vanþekkingu,“ segir Lárus í yfirlýsingunni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Jón Rúnar hlakkar til að vinna með Guðna þótt hann hafi ekki kosið hann Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segist hlakka til að vinna með nýkjörnum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 11. febrúar 2017 20:03 Viðar Halldórsson: Bumbuboltinn á ekki að hafa áhrif á stefnu KSÍ Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að þau félög í neðri deildum á Íslandi sem eru ekki með barna- og unglingastarf eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ. 13. febrúar 2017 17:57 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Lárus Guðmundsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og formaður KFG í Garðabæ, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Viðars Halldórssonar í Akraborginni á X-inu í gær. Viðar er formaður FH og gagnrýndi í viðtali við Hjört Hjartarson hversu mikil áhrif sum lið í neðstu deildunum hefðu haft á ársþingi KSÍ um helgina. „Til gamans sýnist mér 30 af þeim 40 félögum sem hafa skráð sig til leiks í tveimur neðstu deildunum séu án barna- og unglingastarfs og kvennastarfs. Þetta eru hópar manna sem hafa tekið sig saman og vilja spila fótbolta í meistaraflokki. Það kalla ég ekki grasrót,“ sagði Viðar meðal annars í viðtalinu. Lárus sendi yfirlýsingu til Fótbolta.net vegna ummæla Viðars og fannst þau skjóta skökku við. Meðal annars nefnir hann að eiginkona Viðars hafi verið fulltrúi 4. deildarliðs ÍH á þinginu eins og Vísir fjallaði um á laugardag. „Ekki truflaði það Viðar á þessum tímapunkti að ÍH er ekki með barna- og unglingastarf,“ sagði í yfirlýsingu Lárusar. Hann segir að það ætti að fara varlega í að gagnrýna starfið sem fer fram í neðri deildum Íslandsmótsins og bendir Lárus á að mörg stór félög nýti tengsl sín við neðrideildarfélög til að gefa leikmönnum tækifæri. „Viðar talar einfaldlega á niðrandi hátt um starf neðrideildarliða og af töluverðri vanþekkingu,“ segir Lárus í yfirlýsingunni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Jón Rúnar hlakkar til að vinna með Guðna þótt hann hafi ekki kosið hann Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segist hlakka til að vinna með nýkjörnum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 11. febrúar 2017 20:03 Viðar Halldórsson: Bumbuboltinn á ekki að hafa áhrif á stefnu KSÍ Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að þau félög í neðri deildum á Íslandi sem eru ekki með barna- og unglingastarf eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ. 13. febrúar 2017 17:57 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Sjá meira
Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57
Jón Rúnar hlakkar til að vinna með Guðna þótt hann hafi ekki kosið hann Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, segist hlakka til að vinna með nýkjörnum formanni KSÍ, Guðna Bergssyni. 11. febrúar 2017 20:03
Viðar Halldórsson: Bumbuboltinn á ekki að hafa áhrif á stefnu KSÍ Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, segir að þau félög í neðri deildum á Íslandi sem eru ekki með barna- og unglingastarf eigi ekki að hafa atkvæðisrétt á ársþingi KSÍ. 13. febrúar 2017 17:57