Strákarnir fengu engin Laureus-verðlaun: Töpuðu fyrir Nico Rosberg og Barca-börnum 14. febrúar 2017 20:02 Engin verðlaun þetta árið. vísir/epa Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta fóru tómhentir heim frá hinum virtu Laureus-verðlaunum í Mónakó í kvöld. Íselenska liðið var tilnefnt til tveggja verðlauna en fékk hvorug. Í flokknum framfarir ársins eða Breakthrough of the Year töpuðu strákarnir okkar fyrir þýska Formúlukappanum Nico Rosberg sem varð heimsmeistari í fyrsta skipti síðasta haust. Íslenska landsliðið var vitaskuld tilnefnt fyrir frammistöðuna sína á Evrópumótinu í fótbolta þar sem það heillaði heiminn á leið sinni í átta liða úrslitin. Óvæntir Englandsmeistarar Leicester voru einnig tilnefndir í sama flokki sem og Rubby Seven-lið Fiji. Í flokknum besta íþróttaaugnablik ársins eða The Laureus Best Sporting Moment of the Year töpuðu strákarnir fyrir tólf ára gömlum leikmönnum Barcelona sem vöktu verðskuldaða athygli þegar þeir hugguðu mótherja sína á krúttlegan hátt eftir leik á síðasta ári. Þetta er nýr flokkur þar sem notast var við kosningu á netinu til að skera úr um sigurvegara og segir á Twitter-síðu Laureus-verðlaunanna að mjótt hafi verið á mununum. Íslenska landsliðið var tilnefnt fyrir Víkingaklappið sem leikmenn tóku ásamt stuðningsmönnum eftir sigurinn eftirminnilega á Englandi í Hreiðrinu í Nice á EM síðasta sumar. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, og Hannes Þór Halldórsson, markvörður Íslands, voru fulltrúa Íslands í Mónakó í kvöld.The Laureus World Breakthrough of the Year is Nico Rosberg! #Laureus17 pic.twitter.com/m3nXQdZRZ8— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 Laureus Best Sporting Moment of the Year is awarded to the FC Barcelona U12 Team! #Laureus17 pic.twitter.com/gqyvxRS5yp— #Laureus17 (@LaureusSport) February 14, 2017 FC Barcelona U-12 team nominated for Best Sporting Moment of the Year 2016VOTE https://t.co/LxBq5lr4LE https://t.co/KUkhb2GPTT— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 12, 2017 Representing the Icelandic national team at the @laureussport awards. We are nominated in two categories, Breakthrough of the year and The best sporting moment of the year. Exciting night! #laureus #sneakersforgood A post shared by Hannes Halldórsson (@hanneshalldorsson) on Feb 14, 2017 at 9:23am PST
Íslenski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Sjá meira