Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Svavar Hávarðsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Tífalt fleiri kafa eða snorkla í Silfru en árið 2010 þegar þeir voru 5.000 alls. vísir/vilhelm Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira