Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Svavar Hávarðsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Tífalt fleiri kafa eða snorkla í Silfru en árið 2010 þegar þeir voru 5.000 alls. vísir/vilhelm Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira