Neyðarskorsteinar valda Samgöngustofu áhyggjum Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Tvær kísilverksmiðjur verða starfræktar í Helguvík ef áform ganga eftir. vísir/GVA Samgöngustofa hefur áhyggjur af því að útblástur úr fyrirhugaðri verksmiðju Thorsil geti haft áhrif á aðflug flugvéla að Keflavíkurflugvelli. Sendi Samgöngustofa athugasemd til Umhverfisstofnunar en tekið er nú fyrir öðru sinni hvort Thorsil fái starfsleyfi fyrir verksmiðju sína. Athugasemd samgöngustofu snertir samþykki á notkun svokallaðra neyðarskorsteina sem notaðir eru framhjá síum og mengunarvörnum. Bent var á svipað atvik á Grundartanga. „Við þessar aðstæður kæmust út agnir sem væru ekki ósvipaðar ösku og sem gætu haft áhrif á hreyfla flugvéla,“ segir í athugasemd Samgöngustofu. Óskaði stofnunin eftir að Umhverfisstofnun kannaði hvort þessi áhrif hefðu verið skoðuð með starfsemi á Keflavíkurflugvelli til hliðsjónar.Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúiÞær ströngu reglur sem settar eru um aðflug flugvéla snúast hins vegar ekki um mengun. „Hvað aðflugsferla varðar, þá gilda um þá strangar reglur sem settar eru af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Samgöngustofa hefur eftirlit með að sé framfylgt. Þær reglur snúast að miklu leyti um getu loftfarsins til aðflugs og lendingar en ná ekki til mengunarmála,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Verkfræðistofan Mannvit vann að umhverfismati Thorsil á sínum tíma. Sama verkfræðistofa mun hanna nýja verksmiðju Thorsil. Umhverfisstofnun mun líklega ljúka við þá vinnu innan nokkurra daga og veita Thorsil starfsleyfi. Svar Mannvits gefur til kynna að þeir gefi lítið fyrir athugasemd Samgöngustofu og telja þær rykagnir sem færu út um neyðarskorsteina ekki hafa áhrif á þotuhreyfla. „Í ljósi þess litla magns af ryki sem er þarna á ferðinni, mikillar þynningar þess og í ljósi efnisgerðar ryksins er ekki tilefni til að ætla að umrætt ryk hafi meiri hættu í för með sér fyrir flugumferð en almennt ryk sem er á ferðinni í andrúmsloftinu á þessu svæði,“ segir í svari Mannvits. Björt Ólafsdóttir sagði í viðtali við fréttablaðið, stuttu eftir að hún settist í stól umhverfisráðherra, að tímar mengandi stóriðju væru liðnir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Samgöngustofa hefur áhyggjur af því að útblástur úr fyrirhugaðri verksmiðju Thorsil geti haft áhrif á aðflug flugvéla að Keflavíkurflugvelli. Sendi Samgöngustofa athugasemd til Umhverfisstofnunar en tekið er nú fyrir öðru sinni hvort Thorsil fái starfsleyfi fyrir verksmiðju sína. Athugasemd samgöngustofu snertir samþykki á notkun svokallaðra neyðarskorsteina sem notaðir eru framhjá síum og mengunarvörnum. Bent var á svipað atvik á Grundartanga. „Við þessar aðstæður kæmust út agnir sem væru ekki ósvipaðar ösku og sem gætu haft áhrif á hreyfla flugvéla,“ segir í athugasemd Samgöngustofu. Óskaði stofnunin eftir að Umhverfisstofnun kannaði hvort þessi áhrif hefðu verið skoðuð með starfsemi á Keflavíkurflugvelli til hliðsjónar.Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúiÞær ströngu reglur sem settar eru um aðflug flugvéla snúast hins vegar ekki um mengun. „Hvað aðflugsferla varðar, þá gilda um þá strangar reglur sem settar eru af Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og Samgöngustofa hefur eftirlit með að sé framfylgt. Þær reglur snúast að miklu leyti um getu loftfarsins til aðflugs og lendingar en ná ekki til mengunarmála,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Verkfræðistofan Mannvit vann að umhverfismati Thorsil á sínum tíma. Sama verkfræðistofa mun hanna nýja verksmiðju Thorsil. Umhverfisstofnun mun líklega ljúka við þá vinnu innan nokkurra daga og veita Thorsil starfsleyfi. Svar Mannvits gefur til kynna að þeir gefi lítið fyrir athugasemd Samgöngustofu og telja þær rykagnir sem færu út um neyðarskorsteina ekki hafa áhrif á þotuhreyfla. „Í ljósi þess litla magns af ryki sem er þarna á ferðinni, mikillar þynningar þess og í ljósi efnisgerðar ryksins er ekki tilefni til að ætla að umrætt ryk hafi meiri hættu í för með sér fyrir flugumferð en almennt ryk sem er á ferðinni í andrúmsloftinu á þessu svæði,“ segir í svari Mannvits. Björt Ólafsdóttir sagði í viðtali við fréttablaðið, stuttu eftir að hún settist í stól umhverfisráðherra, að tímar mengandi stóriðju væru liðnir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði