Gagnrýna viðbrögð við úrskurði kjararáðs: „Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 14:39 Kjararáð úrskurðaði um miklar launahækkanir þingmanna í október síðastliðnum. Stéttarfélög gagnrýna Alþingi fyrir að bregðast ekki betur við og endurskoða ákvörðun kjararáðs. vísir/ernir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að ákvörðun forsætisnefndar Alþingis um að lækka starfstengdar greiðslur til þingmanna mæti ekki gagnrýni stéttarfélagsins á úrskurð kjararáðs frá því október síðastliðnum en þá hækkaði þingfararkaup um tæp 45 prósent. Þá segir miðstjórn ASÍ í ályktun að forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni „og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu.“ BSRB gagnrýndi hækkun kjararáðs harðlega enda telur félagið að hún sé úr öllum takti við launaþróun annarra hópa í samfélaginu, hvort sem er á opinberum vinnumarkaði eða þeim almenna. Elín Björg segir að gagnrýni BSRB sé ekki mæti með ákvörðun forsætisnefndar enda séu starfstengdu greiðslurnar til viðbótar við þá tug prósenta hækkun sem kjararáð úrskurðaði um.Ógagnsæjar starfstengdar greiðslur Elín Björg segir að greiðslurnar hafi verið ógagnsæjar og verði það áfram. „Þingið er líka að greiða sérstaklega fyrir formennsku og varaformennsku í nefndum. Ríkið er ekki að greiða nefndarfólki sem starfar fyrir ríkið nefndarlaun, allavega það sem við þekkjum til, þannig að þarna enn einu sinni eru þingmenn að fá greiðslur með einhverjum allt öðrum hætti heldur en gert er almennt á vinnumarkaði og því erum við auðvitað að mótmæla,“ segir Elín Björg. Í umfjöllun um málið á vef BSRB segir að afar varhugavert sé ef kjararáð eigi að vera leiðandi í launahækkunum en sé niðurstaðan þessi „er ljóst að leiðin hefur verið mörkuð og annað launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir. Það er ekki verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og dapurlegt að stjórnvöld og Alþingi neiti að taka ábyrgð með því að snúa ákvörðun kjararáðs.“Eðlilegt að einfalda launakjör þingmanna Þegar ákvörðun forsætisnefndar um að lækka starfstengdu greiðslurnar var kynnt í vikunni sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að skipaður yrði starfshópur sem myndi endurskoða lögin um þingfararkaup og þingfararkostnað. BSRB segir að ef þinginu sé alvara með því að endurskoða lögin þá hljóti „að koma til álita einfalda launakjör þingmanna verulega og fella út megnið af þeim starfstengdu greiðslum sem þeir fá í dag. Eðlilegra væri að þingmenn geti fengið útlagðan kostnað endurgreiddan gegn framvísun kvittana, og að upplýsingar um slíkar greiðslur séu opinberar og öllum kjósendum aðgengilegar.“Mótmæla hálfkáki forsætisnefndar Ályktun miðstjórnar ASÍ má svo sjá hér að neðan:Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Sl. haust ofbauð landsmönnum ákvörðun kjararáðs um fordæmalausa hækkun launa og fastra greiðslna til alþingismanna. Síðan þá er búið að skipta um helming þingmanna og snérust kosningarnar í haust ekki síst um breytt siðferði.Nýir þingmenn höfðu tækifæri til að beita sér og sýna í verki að alvara lá að baki kosningaloforðum og taka til baka hækkun þingfaralauna umfram það sem hinn almenni launamaður hefur fengið í sitt umslag.Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám. Alþingi Tengdar fréttir Bjarni ekki spenntur fyrir því að snúa ákvörðun kjararáðs Sagði kjararáð vera hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti. 5. desember 2016 13:22 Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund Forsætisnefnd þingsins ákvað á fundi sínum í gær að lækka starfskostnað þingmanna sem nemur um 150 þúsund krónum á mánuði. Með því kemur forsætisnefnd til móts við óánægjuraddir með hækkun launa þingmanna. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og nefndarmaður í forsætisnefnd, telur að frekari skref þurfi að taka. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að ákvörðun forsætisnefndar Alþingis um að lækka starfstengdar greiðslur til þingmanna mæti ekki gagnrýni stéttarfélagsins á úrskurð kjararáðs frá því október síðastliðnum en þá hækkaði þingfararkaup um tæp 45 prósent. Þá segir miðstjórn ASÍ í ályktun að forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni „og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu.“ BSRB gagnrýndi hækkun kjararáðs harðlega enda telur félagið að hún sé úr öllum takti við launaþróun annarra hópa í samfélaginu, hvort sem er á opinberum vinnumarkaði eða þeim almenna. Elín Björg segir að gagnrýni BSRB sé ekki mæti með ákvörðun forsætisnefndar enda séu starfstengdu greiðslurnar til viðbótar við þá tug prósenta hækkun sem kjararáð úrskurðaði um.Ógagnsæjar starfstengdar greiðslur Elín Björg segir að greiðslurnar hafi verið ógagnsæjar og verði það áfram. „Þingið er líka að greiða sérstaklega fyrir formennsku og varaformennsku í nefndum. Ríkið er ekki að greiða nefndarfólki sem starfar fyrir ríkið nefndarlaun, allavega það sem við þekkjum til, þannig að þarna enn einu sinni eru þingmenn að fá greiðslur með einhverjum allt öðrum hætti heldur en gert er almennt á vinnumarkaði og því erum við auðvitað að mótmæla,“ segir Elín Björg. Í umfjöllun um málið á vef BSRB segir að afar varhugavert sé ef kjararáð eigi að vera leiðandi í launahækkunum en sé niðurstaðan þessi „er ljóst að leiðin hefur verið mörkuð og annað launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir. Það er ekki verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði og dapurlegt að stjórnvöld og Alþingi neiti að taka ábyrgð með því að snúa ákvörðun kjararáðs.“Eðlilegt að einfalda launakjör þingmanna Þegar ákvörðun forsætisnefndar um að lækka starfstengdu greiðslurnar var kynnt í vikunni sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, að skipaður yrði starfshópur sem myndi endurskoða lögin um þingfararkaup og þingfararkostnað. BSRB segir að ef þinginu sé alvara með því að endurskoða lögin þá hljóti „að koma til álita einfalda launakjör þingmanna verulega og fella út megnið af þeim starfstengdu greiðslum sem þeir fá í dag. Eðlilegra væri að þingmenn geti fengið útlagðan kostnað endurgreiddan gegn framvísun kvittana, og að upplýsingar um slíkar greiðslur séu opinberar og öllum kjósendum aðgengilegar.“Mótmæla hálfkáki forsætisnefndar Ályktun miðstjórnar ASÍ má svo sjá hér að neðan:Miðstjórn Alþýðusambands Íslands telur forsætisnefnd Alþingis hafa fallið á fyrstu prófraun sinni og sýnt að Alþingi skortir jarðsamband og tengsl við almenning í landinu. Sl. haust ofbauð landsmönnum ákvörðun kjararáðs um fordæmalausa hækkun launa og fastra greiðslna til alþingismanna. Síðan þá er búið að skipta um helming þingmanna og snérust kosningarnar í haust ekki síst um breytt siðferði.Nýir þingmenn höfðu tækifæri til að beita sér og sýna í verki að alvara lá að baki kosningaloforðum og taka til baka hækkun þingfaralauna umfram það sem hinn almenni launamaður hefur fengið í sitt umslag.Miðstjórn Alþýðusambandsins mótmælir hálfkáki forsætisnefndar þingsins og krefst þess að Alþingi taki málið upp og afturkalli hækkanir kjararáðs. Miðstjórn ASÍ minnir á að forsenduákvæði kjarasamninga eru til endurskoðunar nú í febrúar og hækkanir til alþingismanna og æðstu embættismanna geta sett framhald kjarasamninga alls þorra landsmanna í uppnám.
Alþingi Tengdar fréttir Bjarni ekki spenntur fyrir því að snúa ákvörðun kjararáðs Sagði kjararáð vera hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti. 5. desember 2016 13:22 Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund Forsætisnefnd þingsins ákvað á fundi sínum í gær að lækka starfskostnað þingmanna sem nemur um 150 þúsund krónum á mánuði. Með því kemur forsætisnefnd til móts við óánægjuraddir með hækkun launa þingmanna. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og nefndarmaður í forsætisnefnd, telur að frekari skref þurfi að taka. 1. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Bjarni ekki spenntur fyrir því að snúa ákvörðun kjararáðs Sagði kjararáð vera hálfgerðan dómstól og vildi síður að Alþingi væri að skipta sér af þeim úrskurði með beinum hætti. 5. desember 2016 13:22
Starfskjör þingmanna rýrð um 150 þúsund Forsætisnefnd þingsins ákvað á fundi sínum í gær að lækka starfskostnað þingmanna sem nemur um 150 þúsund krónum á mánuði. Með því kemur forsætisnefnd til móts við óánægjuraddir með hækkun launa þingmanna. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og nefndarmaður í forsætisnefnd, telur að frekari skref þurfi að taka. 1. febrúar 2017 07:00