Þingmenn fjögurra flokka vilja áfengi í verslanir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 2. febrúar 2017 18:30 Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Vísir/Ernir Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur. Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Heimilt verður að selja áfengi í verslunum frá og með næstu áramótum verði frumvarp þingmanna fjögurra flokka að lögum. Þá verður staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag en þingmenn frá Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Bjartri framtíð og Pírötum eru flutningsmenn þess. Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, segir að verði það að lögum verði einokunarverslun ríkisins á áfengi hætt og smásölum gert heimilt að selja það frá og með næstu áramótum.Bæði léttvín og sterkt vín? „Já, allt áfengi. En þó með vissum skilyrðum,” segir Teitur. Þannig sé gert ráð fyrir að áfengi verði afmarkað í tilteknu rými í verslunum eða þá í sérverslun. Þá verða einnig reglur um afgreiðslutíma.Því hefur verið haldið fram að aukið aðgengi að áfengi leiði til meiri áfengisneyslu. Er ástæða til að hafa áhyggjur af því? „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af óhóflegri neyslu áfengis og skaðlegri áhrifum áfengis í samfélaginu,” segir Teitur.Teitur Björn EinarssonVísir/ErnirMeira í forvarnir Frumvarpið geri ekki ráð fyrir neinum breytingum á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Þá sé gert ráð fyrir meira fjármagni í forvarnir. „Það er eitt stórt atriði í þessu frumvarpi að hlutfall áfengisgjalds sem renni í Lýðheilsusjóð aukist úr einu prósenti af innheimtu áfengisgjaldi í fimm prósent. Þannig að stórauknum fjármunum verði varið í þennan málaflokk,” segir Teitur. Verði frumvarpið að lögum fellur á-ið í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins niður. Hins vegar er ekki lögð til nein breyting á verslun með tóbak.Jafna stöðu við auglýsingu áfengis Teitur segir frumvarpið að uppistöðu til það sama og lagt var fram á síðasta kjörtímabili. Þó eru gerðar ýmsar breytingar, meðal annars yrði staða innlendra og erlendra aðila jöfnuð þegar að kemur að auglýsingu áfengis. „Áfengisauglýsingar eru í dag heimilar, ef svo má segja, það er raunveruleikinn. En mismununin er sú að innlendir aðilar geta ekki auglýst í innlendum fjölmiðlum. Og við erum að taka á því og viðurkenna þann raunveruleika að það er ekki lengur hægt að mismuna aðilum hér innanlands með þessum hætti,” segir Teitur. Færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf Frumvarp um sölu áfengis í verslunum var lagt fram á Alþingi bæði árið 2014 og 2015 en í hvorugt skipti fékk málið efnislega meðferð.Hvers vegna telur þú að þetta frumvarp muni ekki hljóta sömu örlög? „Í fyrsta lagi má segja kannski að niðurstöður kosninga endurspegli ákveðnar breytingar hér í þinginu. Meðflutningsmenn mínir að þessu frumvarpi eru átta úr fjórum flokkum,” segir Teitur og telur því að nokkuð breiður stuðningur sé við málið á þingi. „Fyrst og síðast að þá er þetta kannski tímabær kerfisbreyting um að færa verslunarhætti með áfengi í nútímalegra horf,” segir Teitur.
Alþingi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira