Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 21:43 Amir Shokrgozar, hafði búið á Íslandi í tvö ár, þegar honum var vísað úr landi. Vísir/Skjáskot/GVA Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir