Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 21:43 Amir Shokrgozar, hafði búið á Íslandi í tvö ár, þegar honum var vísað úr landi. Vísir/Skjáskot/GVA Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent