Hvetja yfirvöld til að endurskoða ákvörðun um brottvísun Amir Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 21:43 Amir Shokrgozar, hafði búið á Íslandi í tvö ár, þegar honum var vísað úr landi. Vísir/Skjáskot/GVA Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir. Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Stjórn samtakanna SOLARIS, sem eru hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, hvetur íslensk yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína um að brottvísa hælisleitandanum Amir Shokrgozar frá Íslandi til Ítalíu og leyfa honum að snúa til baka til Íslands, þar sem hann á heima. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hafði áður vakið athygli á máli Amir, í Facebook færslu frá því fyrr í dag þar sem hann sagði sögu hans. Þar kom meðal annars fram að Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar, en hann kemur frá Íran þar sem samkynhneigðir geta sætt dauðarefsingu. Hann hafi því flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og til Ítalíu, þar sem hann mátti þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. Benti Andri á að hann hefði verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, síðastliðin tvö ár, en yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir.Sjá einnig: Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“Í yfirlýsingu frá SOLARIS segir að það sé óásættanlegt og með öllu ómannúðlegt að yfirvöld hafi sent Amir aftur á þann stað sem hann þurfti að upplifa andlegt og líkamlegt ofbeldi. Amir geti af augljósum ástæðum ekki leitað í flóttamannabúðirnar. Samtökin hvetja íslensk stjórnvöld til að leyfa Amir að koma aftur heim, hann eigi unnusta á Íslandi og hafi meðal annars verið að læra íslensku í Tækniskólanum. Stjórn félagsins minnir á stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar sem kveður meðal annars á um að „hafa skal mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við afgreiðslu umsókna um alþjóðlega vernd, samanber skyldur í samræmi við flóttamannasamning Sameinuðu þjóðanna.“ Bent er á að undirskriftarsöfnun er hafin, þar sem skorað er á Útlendingastofnun að leyfa Amir að koma heim. Segir í tilkynningunni að því fyrr sem stjórnvöld bregðast við, því minni verði skaðinn fyrir Amir.
Tengdar fréttir Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34 Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Andri Snær Magnason, segir sögu Amir Shokrgozar, sem vísað var úr landi, eftir að hafa búið hér í tvö ár, en hann varð að flýja heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar. 4. febrúar 2017 17:34
Bágar aðstæður hælisleitenda á Skeggjagötu kveikjan að stofnun samtakanna SOLARIS Sema Erla Serdar átti frumkvæðið að stofnun SOLARIS - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk sem stofnuð voru í dag. 12. janúar 2017 23:57