Heimilt að láta rannsóknarfyrirtæki leita að týndum sjóðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. febrúar 2017 15:15 Július Vífill Ingvarsson hefur alfarið hafnað ásökunum í erfðamálinu. Vísir/Vilhelm Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér. Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Skiptastjóra dánarbús Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur er heimilt að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að týndum sjóðum sem kunna að vera í eigu dánarbúsins.Héraðsdómur féllst á kröfu dánarbúsins en tveir af erfingjunum, Júlíus Vífill Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Ingvarsson, lögðust gegn því að slík könnun yrði framkvæmd. Var málinu því skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Málið vakti mikla athygli fyrr á árinu þegar systkini Júlíusar Vífils, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og Guðmundar Ágústs, fyrrverandi formanns Handknattleikssambands Íslands, komu fram í Kastljósi og báru þá bræður þungum sökum. Telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Bræðurnir hafna alfarið þessum ásökunum. Líkt og Vísir greindi fá á síðasta ári ákvað skiptastjóri að dánarbúið skyldi fylgja á eftir könnun rannsóknarfyrirtækisins K2 Intelligence limited.Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, hefur alfarið hafnað ásökunum.Vísir/VilhelmEkki andvígir könnun en töldu hana of kostnaðarsama og tímafreka Í dómi héraðsdóms kemur fram að kostnaður við slíka framhaldsrannsókn næmi 35 þúsund pundum, um 5,6 milljónir króna miðað við þáverandi gengi. Umboðsmaður Júlíusar Vífils og Guðmundar Ágústar lýsti þá andvíga að slík könnun væri fram á skiptafundum áður en málið fór fyrir dóm. Fyrir dómi kröfðust Júlíus Vífill og Guðmundur Ágúst þess að ákvörðun skiptastjóra um að láta framkvæma slíka könnun yrði hnekkt. Þar kom fram að þeir lýstu sig ekki andvíga að könnunin væri fram. Töldu þeir þó að slík könnun yrði bæði tímafrek og kostnaðarsöm sem myndi tefja skiptalok. Efuðust þeir um að sú upphæð sem nefnd var í tengslum við könnunina gæti staðist og töldu ljóst að kostnaðurinn yrði margfalt hærri. Bentu þeir á að í samningsdrögum við K2 sem kynnt voru á slitafundi kæmi fram að sá kostnaður sem nefndur var væri aðeins upphafsgreiðsla vegna fyrsta áfanga rannsóknarinnar. Einsýnt væri að kostnaðurinn yrði mun hærri þegar uppi væri staðið. Þá töldu þeir eðlilegt að þeir erfingjar sem vildu láta framkvæma könnunina myndi sjálfir greiða fyrir slíka könnun enda hefðu þeir lýst sig reiðubúna til þess og var vitnað í frétt á vef Fréttatímans því til stuðnings. Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur úrskurðaði að skiptastjóri mætti hefja könnunina. Í dóminum kemur fram að málsmeðferð skiptastjóra hafi verið í samræmi við lög og vísaði til þess að könnunin hefði verið samþykkt á skiptafundi.Dóm héraðsdóms má sjá hér.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37 Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46 Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09 Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00 Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57 Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku "Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir. 18. maí 2016 14:37
Umfjöllun Kastljóss beinlínis ósönn að sögn barna Júlíusar Vífils "Það er rangt að hann hafi sölsað undir sig fjármuni annarra.“ 19. maí 2016 21:46
Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Borgarfulltrúinn fyrrverandi segir að um ósannindi sé að ræða og illmælgi. 18. maí 2016 21:09
Ágreiningur í erfðamálum fjölskyldu Júlíusar Vífils fer fyrir dóm Skiptastjóri hefur skotið ágreiningi um hvort að breskt rannsóknarfyrirtæki fái umboð til þess að leita að týndum sjóðum Ingvars Helgasonar og fjölskyldu til héraðsdóms. 7. september 2016 09:00
Segir systkinin hafa tekið tugi milljóna af bankareikningi móður sinnar Júlíus Vífill Ingvarsson segir ótrúlega ófyrirleitið að halda því fram að hann hafi með einhverjum hætti gengið í eða sölsað undir sig sjóði í eigu annarra. 19. maí 2016 09:57
Guðmundur Ágúst segir ásakanir í Kastljós-þætti kvöldsins þvælu Bróðir Júlíusar Vífils Ingvarssonar segir ásakanir um að hafa falið margar milljónir sem tilheyrðu föður hans erlendis bull. 18. maí 2016 22:02