Erlent

Dómsmálaráðherra Rúmeníu segir af sér

atli ísleifsson skrifar
Samkvæmt flestum mælikvörðum er Rúmenía það aðildarríki ESB þar sem mest spilling ríkir.
Samkvæmt flestum mælikvörðum er Rúmenía það aðildarríki ESB þar sem mest spilling ríkir. Vísir/AFP
Floran Iordache, dómsmálaráðherra Rúmeníu, hefur sagt af sér í kjölfar þeirrar mótmælaöldu sem gengið hefur yfir landið síðustu daga.

Mörg hundruð þúsund hafa komið saman til mótmæla á götum rúmenskra bæja og borga síðustu vikuna til að mótmæla tilskipun stjórnarinnar sem myndi fela í sér að fjölmargir stjórnmála- og embættismenn myndu komast hjá ákæru um spillingarbrot.

Tilskipunin hefur þegar verið afturkölluð, en þrátt fyrir það hafa mótmæli haldið áfram þó að þau hafi verið fámennari.

Vantrausttillaga stjórnarandstöðuflokksins PNL  á hendur vinstristjórn Jafnaðarmannaflokksins og stuðningsflokks hans var felld í gær. Þingmenn beggja stjórnarflokka, auk flokks Ungverja, UDMR, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, en saman eru flokkarnir með 61 prósent þingmanna. Helmingur þingmanna, 233 þingmenn, hefði þurft að greiða atkvæði með tillögunni til að fella stjórnina.

Klaus Iohannis, forseti landsins hefur áður sagt að afturköllun tilskipunarinnar og mögulegar afsagnir ráðherra ekki vera næg viðbrögð af hálfu ríkisstjórnar.

Samkvæmt flestum mælikvörðum er Rúmenía það aðildarríki ESB þar sem mest spilling ríkir.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.