Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. janúar 2017 13:58 Pétur Gunnlaugsson er dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu. Útvarp Saga Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“ Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Pétur Gunnlaugsson, dagskrárgerðarmaður á Útvarpi Sögu og lögfræðingur, fer fram á afsökunarbeiðni frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að ákæru á hendur honum fyrir hatursorðræðu var vísað frá héraðsdómi í morgun. Pétur segir í samtali við Vísi að málið hafi bæði skaðað hann persónulega en sömuleiðis útvarpsstjórann Arnþrúði Karlsdóttur og útvarpsstöðina sjálfa. „Niðurstaðan kom mér ekkert á óvart,“ segir Pétur. „Í fyrsta lagi tel ég að aldrei hefði átt að gefa út ákæru á hendur mér í þessu máli. Það var búið að vísa þessu frá. Lögreglan gerði það strax en ríkissaksóknari vildi að málið héldi áfram,“ segir Pétur. Svo hafi dómari komist að sinni afdráttarlausu niðurstöðu í dómssal í morgun.Galin ákæra Málið má rekja til kæru Samtakanna ’78 vegna ummæla sem féllu í útvarpsþættinum Línan er laus á Útvarpi Sögu. Þar var kennsluhald í grunnskólum í Hafnarfirði til umræðu en sitt sýndist hverjum um hinsegin fræðslu í skólum bæjarins frá sex ára aldri. „Margir gerðu athugasemdir við það,“ segir Pétur. Fullkomlega eðlilegt sé að skattgreiðendur hafi skoðanir á því sem gert sé í grunnskólum sem reknir séu af sveitarfélögum auk þess sem skólaskylda sé í landinu. Hann hafi hlustað á skoðanir fólks á málinu. „Svo er ég ákærður fyrir það. Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er galið að ég sé ákærður fyrir að hlusta á hlustendur.“ Dómari í málinu vísaði því frá meðal annars þar sem ekkert er minnst á hatursorðræðu eða útbreiðslu haturs í þeirri grein laganna sem ákært var fyrir brot á. Taldi dómari verulegan galla á ákærunni að því leyti. Pétur segir það munu koma betur í ljós síðar hvort hann og/eða Útvarp Saga muni leita réttar síns vegna málsins. Pétur segir málið hápólitískt.Hefur stórskaðað Útvarp Sögu „Þarna er lögreglustjórinn í Reykjavík að taka þátt í því að ákæra í pólitísku skyni,“ segir Pétur. Hann sé hissa á því að fleiri hafi ekki risið upp til varnar tjáningarfrelsinu hér á landi. Hann minnir á að gagnrýnin hafi ekki verið á samkynhneigða heldur samtök sem berjist fyrir réttindum samkynhneigðra, þ.e. Samtökunum ’78. „Þetta er búið að stórskaða okkur, bæði mig, Útvarp Sögu og útvarpsstjórann,“ segir Pétur og á við Arnþrúði Karlsdóttur. „Þetta er grafalvarlegt mál og hefur verið notað gegn okkur í öðrum dómsmálum. Þar hefur verið sagt að ég sé nánast ærulaus þar sem ég hef verið ákærður fyrir hatursorðræðu,“ segir Pétur sem er fyrsti einstaklingurinn á Íslandi sem hefur verið ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. „Ég tel eðlilegt að lögreglustjóri biðjist afsökunar gagnvart mér.“
Tengdar fréttir Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14 Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Bjóða Arnþrúði Karls og Pétri Gunnlaugs til Mið-Austurlanda Vilja víkka sjóndeildarhringinn hjá Pétri og Arnþrúði. 21. október 2016 15:14
Ákæru á hendur Pétri á Sögu vegna hatursorðræðu vísað frá dómi Verulegir gallar á ákærunni að sögn héraðsdómara. 30. janúar 2017 10:48