Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:32 Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran Vísir/Skjáskot Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Hafi kyrkt leigubílstjórann sem lá á flautunni Play skuldi hálfan milljarð króna til Isavia Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum