Innlent

Jammeh samþykir að víkja úr embætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Yahya Jammeh, fráfarandi forseti Gambíu.
Yahya Jammeh, fráfarandi forseti Gambíu. Vísir/AFP
Yahya Jammeh, forseti Gambíu, hefur samþykkt að víkja úr embætti og gera réttkjörnum forseta landsins, Adama Barrow, kleift að taka við. Jammeh mun fara í útlegð, en samkomulag um hvert og hvernig hefur ekki náðst. Hermenn fimm nágrannaríkja Gambíu voru stóðu tilbúnir til að neyða hann til að víkja úr embætti.

Jammeh hefur neitað að samþykkja niðurstöðu forsetakosninga í desember þar sem Barrow bar óvæntan sigur úr býtum.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni hefur Jammeh fengið leyfi til að velja sér land til að fara í útlegð til, en enn standa yfir viðræður um aðstæður hans í útlegð. Heimildarmaður AFP segir þó að Jammeh eigi mjög auðvelt með að skipta um skoðun og því liggi í raun ekkert fyrir enn.

Yahya Jammeh tók við völdum í landinu árið 1994 í tiltölulega friðsömu valdaráni. Andstæðingur hans, Adama Barrow, vann óvæntan sigur í forsetakosningum í desember. Jammeh hefur þo neitað að víkja en til stóð að Barrow tæki við völdum í gær. Í staðinn sór Barrow embættiseið í sendiráði Gambíu í Senegal í gær.

Barrow fór fram á að her Gambíu myndi víkja fyrir hermönnum Senegal og annarra ríkja. Yfirmaður hersins lýsti því svo yfir að herinn myndi ekki reyna að stöðva hermennina og að Barrow væri réttkjörinn forseti.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna styður við bakið á Evowas og Barrow en ráðið gaf þó út að friðsöm lausn væri best.


Tengdar fréttir

Tveir forsetar í Gambíu

Nágrannaríki undirbúa sig nú til að styðja við Adama Barrow með herafli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×