Lífið

Júlí Heiðar og Þórdís frumsýna Eurovision-myndband á Vísi: Lag sem fjallar um fjarsamband

Stefán Árni Pálsson skrifar
Júlí Heiðar og Þórdís flytja lagið.
Júlí Heiðar og Þórdís flytja lagið.
Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Birna Borgarsdóttir taka þátt í söngvakeppninni 2017 með lagið Heim til þín. Þau hafa gefið út myndband við lagið sem Lífið frumsýnir í dag.

Lagið er eftir Júlí, en ásamt honum skrifaði Guðmundur Snorri textann. Það fjallar um fjarsamband eins og sést á myndbandinu.

Með þeim Júlí og Þórdísi í myndbandinu eru þær systur Unnur Birna og Dagný Halla Björnsdætur og einnig Magnús Kjartan og Sigþór Árnason meðlimir Stuðlabandsins.

Söngvakeppnin hefst 25. febrúar og kemur það í ljós á næstu dögum hvenær þau stíga á svið.

Júlí Heiðar segir í samtali við Lífið að það megi búast við miklu stuði og ást á sviðinu og vonar hann að fólk taki undir í viðlaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×