Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2017 14:50 Katla er ein stærsta eldstöð landsins. vísir/vilhelm Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar. Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar.
Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Innlent Fjórtán ára á rúntinum Innlent Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Innlent Fleiri fréttir Enn unnið að því að ná dráttarvélinni upp eftir alvarlegt slys í Hvítá Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur Kynna bráðabirgðarúfærslu á strandveiðunum Dómur yfir Bergvini óbreyttur en þarf að greiða hærri miskabætur Fjórtán ára á rúntinum Verst þegar barninu líður eins og það sé annars flokks Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Sjá meira
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20