Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra. vísir/pjetur „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17