Nýr dómsmálaráðherra ánægður með að innanríkisráðuneytinu sé skipt upp Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 22:01 Sigríður Á. Andersen er nýr dómsmálaráðherra. vísir/pjetur „Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
„Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Sigríður Á. Andersen, nýskipaður dómsmálaráðherra í samtali við Vísi. Tilkynnt var í kvöld hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar en Sigríður er ein sex þingmanna Sjálfstæðismanna sem taka sæti í stjórninni. Aðspurð segist Sigríður alveg eins hafa átt von á því að verða ráðherra en hún kveðst ekki hafa sóst sérstaklega eftir ráðherraembætti. Hún er lögfræðingur að mennt og segist þekkja málaflokkinn ágætlega. Þá er hún ánægð með að innanríkisráðuneytinu skuli skipt upp þannig að nú fari sérstakur ráðherra með dómsmál og löggæslu. Sigríður segir af nógu að taka í ráðuneytinu. „Nú fer að hefjast undirbúningur fyrir millidómsstig sem taka á til starfa á næsta ári en þetta er mikil réttarbót sem við náðum í gegn á síðasta kjörtímabili. Það þarf því að fara að leggja drög að þeim undirbúningi,“ segir Sigríður. Lögreglumenn víða um land hafa gagnrýnt að ekki sé nægu fjármagni veitt til löggæslumála, ekki hvað síst úti á landi þar sem ferðamönnum hefur fjölgað mikið hér á landi og verkefnin lögreglunnar aukist í takt við það. Býst Sigríður við að geta bætt í í þessum málaflokki? „Vonandi. Það þarf að svara eftirspurninni með því að auka framboðið þar sem eftirspurnin er. Að minnsta kosti yfir sumartímann virðist sem það þurfi að efla löggæslu úti á landi og jafnvel á hálendinu en það þarf að skoða það með hliðsjón af fjármagni sem er til staðar,“ segir Sigríður og bætir við að það hafi alltaf verið markmið og mikill vilji til þess hjá Sjálfstæðisflokknum að efla löggæsluna og tryggja að hún sé viðunandi.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54 Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11 Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Nýr umhverfisráðherra: „Ósnortin víðerni eru mér mjög kær“ Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, er nýr umhverfis- og auðlindaráðherra. Hún segist mjög spennt fyrir þessu nýja verkefni en umhverfismál hafa lengi verið henni hugleikin. 10. janúar 2017 21:54
Sjö karlar og fjórar konur skipa nýja ríkisstjórn Nú liggur fyrir hverjir verða ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. 10. janúar 2017 21:11
Ráðherralisti Sjálfstæðisflokksins tilbúinn Kristján Þór Júlíusson, Sigríður Á. Andersen, Jón Gunnarsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Jón Gunnarsson eru ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. 10. janúar 2017 20:17