Innlent

Guðlaugur leggur áherslu á öryggismál

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Guðlaugur Þór með Icesave-bolla að vopni sem Lilja Alfreðsdóttir gaf honum.
Guðlaugur Þór með Icesave-bolla að vopni sem Lilja Alfreðsdóttir gaf honum. vísir/eyþór
Fréttablaðið náði tali af þeim sem nú taka við ráðherraembætti og spurði þau sömu fimm spurninganna. Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr utanríkisráðherra.

Hvert verður fyrsta verk þitt sem ráðherra?

Fyrsta verkið er að tala við Lilju. Næsta verkið verður að setjast með starfsfólkinu og sjá stöðu þeirra mála sem hér eru inni.

Er eitthvað í starfi forvera þíns sem þú ert óánægður með?

Nei.

Hvað gerði forveri þinn vel í starfi?

Mér hefur fundist áhersla hennar góð í þeim málum sem ég hef fylgst með. Þá vísa ég sérstaklega í frjáls viðskipti sem eru grundvallaratriði fyrir okkur.

Hvaða verkefni verður fyrirferðarmest í þínu ráðuneyti á kjörtímabilinu?

Það er margt mjög aðkallandi. Við erum alltaf að stækka í umfangi þegar kemur að því að hjálpa fátækari þjóðum með beinum hætti. Það skiptir máli að gera það vel. Öryggis- og varnarmál eru einnig eitthvað sem má aldrei gleyma og þarf að vera vakandi fyrir.

Sóttist þú eftir þessu ráðuneyti?

Ég hafði bara ekki tækifæri til þess að sækjast eftir neinu ráðuneyti. Ég hitti formann flokksins rétt fyrir þingflokksfund þar sem hann tjáði mér að hann hygðist leggja það fram að ég yrði í þessu ráðuneyti. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×