Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina tilbúna að láta til sín taka Heimir Már Pétursson skrifar 12. janúar 2017 12:18 Forsvarsmenn flokkanna þriggja handsala nýja ríkisstjórn. Vísir/Ernir Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnarflokkana tilbúna til að láta til sín taka á vettvangi Alþingis og biðji ekki um að verkefnið verði sérstaklega auðvelt. Hann segir stjórnarflokkana hins vegar tilbúna að vinna með stjórnarandstöðunni að sátt um mál í nefndum Alþingis en fyrst á dagskrá sé að koma fram þingmálum sem marki efnahagsstefnu nýrrar ríkisstjórnar til fimm ára. Þrjátíu og einn þingmaður situr nú í stjórnarandstöðu en þrjátíu og tveir þingmenn fylla stjórnarflokkana þrjá sem tóku við ríkisstjórn landsins á Bessastöðum í gær. Stjórnarmeirihlutinn þarf því að reiða sig á atkvæði hvers einasta þingmann stjórnarflokkanna þegar kemur að afgreiðslu mála á Alþingi til að ná málum í gegn, að því gefnu að stjórnarandstöðuflokkarnir séu einnig einhuga í atkvæðagreiðslum á þinginu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði margsinnis á þeim sex vikum sem stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir að hann teldi meirihluta Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar helst til of tæpan.Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða.vísir/Anton Brink„Við biðjum ekki um að þetta sé sérstaklega auðvelt. Við erum tilbúin að láta til okkar taka og við höfum sett saman stjórnarsáttmála um helstu áherslumálin,“ sagði Bjarni þegar hann var nýorðinn forsætisráðherra eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær.Heldur þú að þessi naumi meirihluti muni líka þýða að það verði vandað meira til verka við framlagningu frumvarpa þannig að þau komi kannski þroskaðri inn í þingið?„Ég vil nú ekki segja að menn hafi kastað til hendinni en já við munum leggja áherslu á góð vinnubrögð. Auðvitað hefur það áhrif á hvernig menn skipuleggja þingstörfin ef unnið er með tæpan meirihluta. Og já, kannski munum við í nefndunum þurfa að gera viðbótar málamiðlanir. Það er bara allt í lagi. Það er staða sem við getum vel unnið með,“ segir forsætisráðherrann nýi. Þegar á öllu sé á botninn hvolft sé meirihluti meirihluti. Bjarni segir að stóru málin sem afgreiða þurfi á vorþinginu sem hefst hinn 24. janúar verði að koma saman fjármálastefnu til næstu fimm ára sem og fjármálaáætlun sem verði grunnurinn að fjárlögum næsta árs. En í þessum tveimur þingmálum mun efnahagsstefna nýrrar ríkisstjórnar koma fram. Þá hefur ný ríkisstjórn ákveðið að færa málefni Seðlabanka Íslands frá fjármálaráðuneytinu til forsætisráðuneytisins og um leið flytjast málefni Hagstofunnar til fjármálaráðuneytisins. „Við getum vonandi sem fyrst komið endurskoðun á peningastefnunni í farveg og í góðri sátt við stjórnarandstöðuna. Þetta eru nokkur mál sem ég get nefnt til að byrja með,” sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á Bessastöðum í gær.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00 Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Bjarni dregur lærdóm af Sigurði Inga Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, fór hlýjum orðum um forvera sinn, Sigurð Inga Jóhannsson, þegar hann tók við lyklunum að stjórnarráðinu um klukkan þrjú í gær. Venju samkvæmt var forsætisráðherra fyrstur í röð ráðherra til að taka við nýju ráðuneyti. 12. janúar 2017 07:00
Bjarni: Kannski mistök að leggja ekki skattaskjólsskýrslu fram fyrr Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, segir að hann hafi kannski gert mistök með því að leggja ekki skýrslu um eignir Íslendinga í skattaskjólum fram fyrr en skýrslan var birt síðastliðinn föstudag. Bjarni sjálfur fékk kynningu á henni þann 5. október en þingi var slitið þann 13. október. 11. janúar 2017 19:45