Framkvæmdasjóður ferðamannastaða digur af fjármagni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. janúar 2017 18:45 Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Ríflega milljarður króna er í Framkvæmdasjóði ferðamannastaða þrátt fyrir að búið sé að úthluta þessum fjármunum til ýmissa verkefna, meðal annars til þess að tryggja öryggi ferðamanna. Sjóðurinna var settur á laggirnar árið 2012 en úthlutað hefur verið úr sjóðnum tíu sinnum. Þetta kemur fram í Kjarnanum í dag. Samtals hefur rúmlega 2,8 milljörðum króna verið úthlutað, en þar af hefur ríflega 1,7 milljarður verið greiddur út úr sjóðnum. Eftir stendur milljarður sem ekki hefur verið greiddur út af ýmsum ástæðum. Frá upphafi hafa 514 verkefni fengið samþykkta fjármögnun en aðeins tæplega helmingur þessara verkefna er lokið eða 243. 271 verkefni er ólokið. Ferðamálastjóri segir það ekki endilega koma á óvart að ekki sé enn búið að greiða út allar úthlutanir. „Það eru margvíslegar ástæður fyrir því að það gengur kannski erfiðlega en menn ætla. Ég held að við séum svolítið kannski í ferðaþjónustutengdum verkefnum fórnarlömb eigin velgengni ef svo má að orði komast vegna þess að auðvitað erum við bara rúmlega þrjú hundruð þúsund manns á Íslandi og það er að einhverju leyti takmarkað vinnuafl,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri. Alþingi samþykkti lög um Framkvæmdasjóðinn árið 2011 og er hlutverk hans meðal annars að veita fjárframlög til framkvæmda sem varða öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum í eigu opinberra aðila jafnt sem einkaaðila. Vorið 2016 var úthlutað síðast úr sjóðnum og fengu sextíu og sex verkefni úthlutun. Var sérstaklega horft til öryggismála í 37 þeirra verkefna. „Það eru ýmsar takmarkanir á því hversu hratt er hægt að ljúka verkum eða hvað mikið er hægt að ganga í þau. Þar skiptir veðurfar máli og framboð á vinnuafli. Það eru ýmsar aðrar ástæður sem koma til vegna þess að þetta eru oft flókin verkefni sem krefjast þess að það sé til dæmis deiliskipulag,“ segir Ólöf. Ólöf vonast til þess að það fjármagn sem úthlutað hefur verið en ekki verið greitt út verði nýtt vegna þeirra verkefna sem sótt var um. „Það sem gerist núna er í rauninni að það fer af stað stjórnsýslulegt ferli sem að felur í sér að við könnum hver staðan þessara verkefna er. Í einhverjum tilfellum þá þarf kannski að loka verkefnunum og fella niður styrki,“ segir Ólöf. Slys ferðamanna hafa verið ofarlega í þjóðfélagsumræðunni að undanförnu og spurning er hvort ekki mætti nýta sjóðinn til þess að stofnanir gætu fengið beint fjármagn til þess að ráðast í framkvæmdir til þess að tryggja öryggi ferðamanna á ferðamannastöðum. „Lögin um sjóðinn eru orðin um það bil fimm ára gömul og að sjálfsögðu er alltaf hollt að rýna í mannanna verk og kanna hvort að gera megi betur. Ef við erum að tala um öryggi ferðamanna að þá eru auðvitað margvíslegar framkvæmdir sem þarf að ráðast í víða um land en við megum heldur ekki gleyma því að öryggi ferðamanna verður ekki síður tryggt með upplýsingaflæði meðal annars og viðveru fólks með þekkingu. Slík starfsemi sem að fellur þá undir til dæmis rekstur upplýsingamiðstöðva, landvörslu og aðra þjónustu starfsemi hún kannski er ekki eitthvað sem verður styrkt úr framkvæmdasjóði,“ segir Ólöf
Alþingi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira