Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 12:30 Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fleiri fréttir Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Sjá meira
Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30
Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32
Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00