Jolie segir Pitt skíthræddan um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. janúar 2017 12:30 Brad Pitt og Angelina Jolie á meðan allt lék í lyndi. vísir/getty Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Bandaríski leikarinn Brad Pitt er „skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna“ um það hvers vegna hann og leikkonan Angelina Jolie eru að skilja. Þetta kemur fram í gögnum sem lögð voru fram fyrir dómi af Lauru Wasser, lögmanni Jolie, og fjallað er um á slúðursíðunni TMZ. Í skjölunum kemur fram að Jolie þyki það sérstaklega ósvífið af Pitt að saka hana um að leka upplýsingum um skilnaðinn til fjölmiðla en í seinasta mánuði var því haldið fram af lögmönnum Pitt að leikkonan væri að því. Sögðu þeir að Jolie tæki sína eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni barna hennar og Pitt og skeytti lítið um einkalíf þeirra þegar það kæmi sér vel fyrir hana. Pitt hafði farið fram á að dómskjöl er varða forræði barna þeirra yrðu ekki opinber og kemur fram í frétt TMZ að Jolie hafi nú fallist á það. Hún er hins vegar ekki sátt við Pitt heldur þvert á móti og segir að hann vilji einungis leyna skjölunum því hann sé skíthræddur um að almenningur komist að hinu sanna um ástæður skilnaðarins. Þá segir jafnframt í skjölunum sem lögmaður Jolie lagði fram að Pitt sé að reyna að beina athyglinni frá sér í fjölmiðlafárinu í kringum skilnaðinn sem hefur bitnað á börnunum þeirra. „Það er enginn vafi á því að Pitt vill að öll skjöl í málinu séu leynileg, ekki síst vegna nákvæmra rannsókna alríkislögreglunnar, FBI, og barnaverndar á ásökunum um ofbeldi,“ segir einnig í skjölunum. Bæði FBI og barnavernd felldu málið niður en það snerist um ásakanir á hendur Pitt þess efnis að hann hefði verið með ógnandi hegðun gagnvart börnunum. Pitt og Jolie tóku saman árið 2004 og giftu sig tíu árum síðar. Þau eiga saman sex börn.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Tengdar fréttir Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30 Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32 Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Sjá meira
Angelina Jolie fær börnin en Pitt fær að heimsækja Leikkonan Angelina Jolie sótti um skilnað frá eiginmanni sínum Brad Pitt í september en þau höfðu verið saman síðan árið 2004. 8. nóvember 2016 11:30
Brad Pitt hreinsaður af ásökunum um ofbeldi Bandaríska alríkislögreglan, FBI, hefur tilkynnt að hún muni ekki halda áfram rannsókn sinni á ásökunum um að leikarinn Brad Pitt hafi beitt eitt barna sinna ofbeldi 23. nóvember 2016 07:32
Angelina Jolie skellti sér á skíði með börnin Jolie fjölskyldan ákvað að flýja jólastressið og skella sér á skíði. 3. janúar 2017 15:00