Tekjutap vegna skattaskjóla hleypur á milljörðum króna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. janúar 2017 07:00 Töflur unnar úr skýrslunni. Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mögulegt tap ríkisins vegna skattaundanskota gæti numið allt frá 2,8 til 6,5 milljarða króna samkvæmt útreikningum starfshóps sem vann að skýrslu um aflandseignir Íslendinga og tekjutap hins opinbera. Skýrslan var birt í gær. Miðgildi mögulegs tekjutaps var reiknað 4,6 milljarðar og var miðað við gildandi lög um fjármagnstekjuskatt. Hópurinn beitti einnig fimm öðrum aðferðum til þess að reikna tapið út og meta þær árlegt tap allt frá 4,9 til 15,5 milljarðar. „Um þrjár ólíkar gerðir mats er að ræða og því ekki við hæfi að gefa eina tölu sem líklegustu niðurstöðuna,“ segir í skýrslunni. Aðferðirnar sem um ræðir eru aðferðir kenndar við Zucman, Henry og Oxfam auk danskrar og sænskrar útfærslu á matsaðferð Zucmans. Aðferðirnar eru útskýrðar með þeim hætti að niðurstöður Henrys og Oxfam lúti að þeim fjármunum „sem stjórnvöld kynnu að geta tekið til sín á alþjóðavísu ef unnt reyndist með samstilltum alþjóðlegum aðgerðum að skattleggja allt aflandsfé í heiminum“, þó á mismunandi hátt. Tölur Zucmans „byggja á álíka forsendum innbyrðis og gera ráð fyrir því að einnig mætti takast að koma böndum á skattasniðgöngu alþjóðlegra stórfyrirtækja“. Þá er einnig tekið fram í skýrslunni að eignir metnar á um 350 til 810 milljarða króna hafi safnast saman á aflandssvæðum frá árinu 1990. Líklegasta talan á því bili er reiknuð 580 milljarðar króna. Þar af hafa 150 milljarðar safnast upp við milliverðlagningu, 230 með eignastýringu í Lúxemborg og 200 með óskráðum fjármagnstilfærslum. Sagt er frá því í skýrslunni að fjöldi aflandsfélaga í eigu Íslendinga hafi fertugfaldast frá 1999 og fram að hruni. Þá hafi eignir í stýringu íslensku bankanna í Lúxemborg 46-faldast á sama tímabili. Sá banki sem var milliliður við stofnun flestra aflandsfélaga var Landsbankinn í Lúxemborg. Þau félög voru 298 eða nærri 51 prósent af heildinni. Milliliður á vegum Kaupþings, KV Associates, sá um stofnun 176 félaga, eða þrjátíu prósenta. Novator og Arena Wealth Management sáu svo um rúm átta prósent til viðbótar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels