Axel Óskar ætlar sér á HM: „Til hvers að lifa ef maður stefnir ekki hátt?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 10:30 Axel Óskar Andrésson er fæddur 1998 en er fastamaður í U21 árs landsliðinu. vísir/anton brink Axel Óskar Andrésson, leikmaður Reading og íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, hefur sett stefnuna á að komast í lokahóp A-landsliðsins sem fer á HM 2018 í Rússlandi. Frá þessu segir hann í viðali við Devonlive.com en Axel var á dögunum lánaður frá B-deildarliðinu Reading til E-deildarliðsins Torquay United í einn mánuð en það spilar í efstu deild utandeildarinnar á Englandi. Axel Óskar hefur verið að færast upp tröppurnar hjá Reading en hann er búinn að spila tvo deildabikarleiki fyrir liðið á leiktíðinni og vera nokkrum sinnum í hóp í B-deildinni. Nú fer hann í mánuð til Torquay þar sem hann fær vonandi að spila reglulega. „Ísland er komið á HM í fyrsta sinn og ég ætla að reyna að komast í hópinn. Til hvers að lifa ef maður stefnir ekki hátt,“ segir Axel Óskar, sem er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég hef verið í landsliðum síðan ég var fimmtán ára og alltaf að spila upp fyrir mig,“ segir hann, en Axel er sonur kraftajötunsins Andrésar Guðmundssonar og algjört tröll að burðum. Axel fór á lán til Bath City á síðustu leiktíð en knattspyrnustjóri þess, Gary Owens, er nú við stjórnvölinn hjá Torquay. „Í mínum huga er þetta félag sofandi risi sem ég vil hjálpa að komast upp um deild. Ég þekki félagið vel. Það eru stuðningsmenn Torquay í Reading og áður hafa íslenskir leikmenn eins og Ívar Ingimarsson spilað með því. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um að koma og spila hérna,“ segir Axel Óskar Andrésson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Axel Óskar Andrésson, leikmaður Reading og íslenska U21 árs landsliðsins í fótbolta, hefur sett stefnuna á að komast í lokahóp A-landsliðsins sem fer á HM 2018 í Rússlandi. Frá þessu segir hann í viðali við Devonlive.com en Axel var á dögunum lánaður frá B-deildarliðinu Reading til E-deildarliðsins Torquay United í einn mánuð en það spilar í efstu deild utandeildarinnar á Englandi. Axel Óskar hefur verið að færast upp tröppurnar hjá Reading en hann er búinn að spila tvo deildabikarleiki fyrir liðið á leiktíðinni og vera nokkrum sinnum í hóp í B-deildinni. Nú fer hann í mánuð til Torquay þar sem hann fær vonandi að spila reglulega. „Ísland er komið á HM í fyrsta sinn og ég ætla að reyna að komast í hópinn. Til hvers að lifa ef maður stefnir ekki hátt,“ segir Axel Óskar, sem er uppalinn hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ. „Ég hef verið í landsliðum síðan ég var fimmtán ára og alltaf að spila upp fyrir mig,“ segir hann, en Axel er sonur kraftajötunsins Andrésar Guðmundssonar og algjört tröll að burðum. Axel fór á lán til Bath City á síðustu leiktíð en knattspyrnustjóri þess, Gary Owens, er nú við stjórnvölinn hjá Torquay. „Í mínum huga er þetta félag sofandi risi sem ég vil hjálpa að komast upp um deild. Ég þekki félagið vel. Það eru stuðningsmenn Torquay í Reading og áður hafa íslenskir leikmenn eins og Ívar Ingimarsson spilað með því. Ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um að koma og spila hérna,“ segir Axel Óskar Andrésson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn