Biðin skýrist af því að flokkarnir séu að vanda sig Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. nóvember 2017 18:42 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkana nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. vísir/eyþór Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín. Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segir að ekki sé hægt segja til um neinn tímaramma varðandi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsókn en að flokkarnir gefi sér góðan tíma því verið væri að vanda til verka.Nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti „Þetta eru, eðli málsins samkvæmt, þrír ólíkir flokkar og við viljum vanda okkur. Við höfum verið að gera það sem er óvenjulegt í svona viðræðum, við höfum verið að hitta aðra aðila eins og aðila vinnumarkaðarins og Landlækni og fleiri aðila sem er óvanalegt en það er af því að okkur finnst mikilvægt að vanda okkur.“ Katrín segir að það standi til að hitta fleiri aðila í samfélaginu og þetta samráð og aukna samtal við fólk í samfélaginu sé liður í því að nálgast stjórnarmyndunarviðræður með öðrum hætti en fram að þessu. Katrín hringdi í Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og upplýsti hann um hvernig viðræðunum miðaði. Katrín fékkst ekki til þess að segja hvaða málefni væru á dagskrá næstu daga en sagði að þau hefðu opnað á umræðu um ráðherrastóla en set umræðurnar á ís þangað til þau væru komin lengra á veg með málefnastarfið. Dagurinn í dag fór „heimavinnu“ eins og Katrín orðaði það. Oddvitar flokkanna hefðu rætt málin í sínum ranni í dag. Oddvitar flokkanna þriggja sem eiga í stjórnarmyndunarviðræðum koma til með að funda í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í fyrramálið klukkan hálf tíu.Góður gangur er á viðræðum Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að sögn Katrínar Jakobsdóttur. Næsti fundur verður haldinn í fyrramálið.Vísir/eyþórVænd um kyrrstöðu Spurð út í hennar viðbrögð við þeirri gagnrýni sem flokkarnir hafa hlotið, eftir að ljóst varð að þeir ættu í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum, segir Katrín að það sé skynsamlegra að sjá hvað kemur út úr viðræðunum áður en fólk leggur mat á þær. Ýmsir hafa haft í frammi harða gagnrýni þess efnis að í fæðingu sé stjórn kyrrstöðu. “Það verður auðvitað bara að meta bæði stjórnarsáttmála og verk þessarar ríkisstjórnar ef hún verður til. Ég tek þessa gagnrýni ekkert sérstaklega alvarlega. Hún er auðvitað að koma frá flokkum sem hafa ekki náð að hrinda miklu af sínum boðuðu breytingum í verk þannig að ég held að fólk eigi meira að reyna að horfa málefnalega á málin,“ segir Katrín. Ekki eining um hvaða breytingar eigi að ráðast í Spurð út í þau orð sem Lilja Alfreðsdóttir lét falla í Silfrinu í morgun sem sagði að stjórnarsáttmálinn myndi koma á óvart, segir Katrín að það liggi í því að þrír ólíkir flokkar séu komnir saman. Verði þessi ríkisstjórn að veruleika væri um sögulegan viðburð að ræða og í því liggi ákveðin tækifæri. „Það er alveg ljóst að ég tel að minnsta kosti að það séu ýmsar breytingar sem þarf að gera, þó við séum auðvitað ekkert sammála um hvaða breytingar eigi að gera, um það snýst nú þessi pólitík. Ég held við þurfum frekar að nálgast það út frá málefnum frekar en, hvað get ég sagt, út frá merkimiðapólitík,“ segir Katrín.
Tengdar fréttir Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10 Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. 18. nóvember 2017 13:10
Telja viku eftir af viðræðunum Sátt á vinnumarkaði verður stærsta mál næstu ríkisstjórnar segir Katrín Jakobsdóttir. Undirstöður í velferðarsamfélaginu skipta miklu máli fyrir þá sátt. Viðræðurnar ganga vel en gætu tekið viku í viðbót. 18. nóvember 2017 07:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum