Gjóskulög eru gagnaskrár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2017 10:30 Guðrún var ung þegar hún las bók þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld og enn er hún heilluð af fræðunum. Vísir/GVA „Afi minn, Anton Larsen, kveikti áhuga minn á náttúrunni. Hann var hlynntur náttúruvernd löngu áður en hún var almennt á dagskrá,“ segir Guðrún Larsen jarðfræðingur sem nýlega hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Til að hljóta slík verðlaun þarf íslenskur vísindamaður að hafa náð framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Guðrún hefur stundað viðamiklar rannsóknir á gjóskulögum íslenskra eldfjalla. Hún er líka einn af höfundum ritsins Náttúruvá á Íslandi, Eldgos og jarðskjálftar sem Viðlagatryggingar Íslands og Háskóli Íslands gáfu út 2013. Margt fleira er á afrekaskrá hennar – en fyrst að upprunanum. „Ég er þorpari, uppalin á bökkum Glerár sem þá skildi að Glerárþorp og Akureyri. Við krakkarnir í þorpinu höfðum víðan völl, við höfðum ána, eyrarnar í kringum hana, Glerárgilið, klappirnar, móana og Krossanesbryggjurnar. Svo var Akureyri hinum megin við ána og þar var bíó og þar voru búðir en við þorpararnir höfðum líklega töluvert meira frelsi en krakkarnir sem bjuggu inni á Akureyri.“ Glerkenndu steinarnir sem Gleráin ber fram og dregur nafn sitt af urðu til þess að Guðrún fékk sérstakan áhuga á steinum og þar með jarðfræði. „Þetta er biksteinn, líka kallaður perlusteinn,“ lýsir hún. „Ef það er nóg vatn í þessu gleri þá þenst það út við upphitun. Afi setti svona steina á glóðina í miðstöðvarkatlinum heima, fyrir okkur krakkana, og morguninn eftir voru þeir orðnir að glerfrauði sem flaut á vatni. Þetta þótti okkur merkilegt.“ Hún segir kennarana í Glerárþorpi hafa haldið áhuga krakkanna þar vakandi. „Einn kennarinn sagði okkur frá landrekskenningunni, annar lánaði mér bók eftir Ágúst H. Bjarnason þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld, hana las ég þegar ég var tíu, ellefu ára. Nú eru barnabörnin mín að sækja sér álíka efni á netinu, á ensku.“ Í jarðfræðideild HÍ hafði Guðrún marga góða kennara. „Það var Sigurður Steinþórsson sem leiddi mig inn í gjóskulagarannsóknir. Hann réð mig til að gera kornastærðargreiningar á stóru gjóskulagi sem kallast Hekla 4, það er um 4.300 ára gamalt og féll yfir 4/5 hluta landsins. Það varð BS-verkefnið mitt.“ Hún kveðst hafa notað gjóskulög í tvennum tilgangi. „Sigurður Þórarinsson þróaði gjóskulagatímatal sem notað er um allan heim. Það byggist á því að gjóskulag fellur yfir ákveðið svæði og aldur þess gildir alls staðar þar sem það finnst. Hekla 4 finnst til dæmis víða í Norður-Evrópu og í sjávarseti í Norður-Atlantshafi. Gjóskulögin er líka hægt að nota til að rekja gossögu einstakra eldfjalla eða heilu eldstöðvakerfanna, að sögn jarðfræðingsins. „Gjóskulögin eru gagnaskrár um gosin sem mynda þau. Það er meira að segja hægt að lesa hæð gosmakka út frá þeim,“ upplýsir hún. „Eitt þeirra gosa sem ég rannsakaði varð árið 1477 á gossprungu sem nær frá Landmannalaugum eina 65 km til norðausturs, álíka langt og frá Reykjavík að Þjórsárbrú. Á 26 kílómetra kafla gossprungunnar var ákaft sprengigos, svipuð vegalengd og frá Reykjavík að vegamótunum við Þrengslaveg og gjóskulagið var mjög stórt, um 10 rúmkílómetrar nýfallið,“ lýsir Guðrún. „Ég skoðaði líka gjóskulög í jökulísnum á sporðum Vatnajökuls með samstarfsmönnum mínum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Helga Björnssyni jöklafræðingi. Bæði tímasettum við ísinn með því og svo kom líka í ljós að eldvirknin í eldstöðvum undir Vatnajökli gengur í bylgjum og nær hámarki á 130-140 ára fresti. Við erum á leiðinni inn í næsta hámark sem, miðað við gossöguna síðustu 800 ár, ætti að verða kringum 2030.“ Spurð hverju hún sé stoltust af á ferlinum nefnir Guðrún fyrrverandi doktorsnema sína, jarðfræðingana Bergrúnu A. Óladóttur og Esther R. Guðmundsdóttur, nú höfunda margra fræðigreina. Guðrún var einn af ritstjórum opins vefrits um eldstöðvakerfin á Íslandi, sem eru 32 talsins. Það má finna á vef Veðurstofu Íslands á slóðinni http://icelandicvolcanos.is Þar er hún höfundur og meðhöfundur margra kafla. Nú er Guðrún komin á eftirlaun en er þó hvergi nærri hætt að grúska.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017 Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Afi minn, Anton Larsen, kveikti áhuga minn á náttúrunni. Hann var hlynntur náttúruvernd löngu áður en hún var almennt á dagskrá,“ segir Guðrún Larsen jarðfræðingur sem nýlega hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Til að hljóta slík verðlaun þarf íslenskur vísindamaður að hafa náð framúrskarandi árangri á sérsviði sínu í vísindum eða fræðum og miðlað þekkingu sinni til framfara í íslensku þjóðfélagi. Guðrún hefur stundað viðamiklar rannsóknir á gjóskulögum íslenskra eldfjalla. Hún er líka einn af höfundum ritsins Náttúruvá á Íslandi, Eldgos og jarðskjálftar sem Viðlagatryggingar Íslands og Háskóli Íslands gáfu út 2013. Margt fleira er á afrekaskrá hennar – en fyrst að upprunanum. „Ég er þorpari, uppalin á bökkum Glerár sem þá skildi að Glerárþorp og Akureyri. Við krakkarnir í þorpinu höfðum víðan völl, við höfðum ána, eyrarnar í kringum hana, Glerárgilið, klappirnar, móana og Krossanesbryggjurnar. Svo var Akureyri hinum megin við ána og þar var bíó og þar voru búðir en við þorpararnir höfðum líklega töluvert meira frelsi en krakkarnir sem bjuggu inni á Akureyri.“ Glerkenndu steinarnir sem Gleráin ber fram og dregur nafn sitt af urðu til þess að Guðrún fékk sérstakan áhuga á steinum og þar með jarðfræði. „Þetta er biksteinn, líka kallaður perlusteinn,“ lýsir hún. „Ef það er nóg vatn í þessu gleri þá þenst það út við upphitun. Afi setti svona steina á glóðina í miðstöðvarkatlinum heima, fyrir okkur krakkana, og morguninn eftir voru þeir orðnir að glerfrauði sem flaut á vatni. Þetta þótti okkur merkilegt.“ Hún segir kennarana í Glerárþorpi hafa haldið áhuga krakkanna þar vakandi. „Einn kennarinn sagði okkur frá landrekskenningunni, annar lánaði mér bók eftir Ágúst H. Bjarnason þar sem jarðsaga heimsins var rakin frá frumlífsöld, hana las ég þegar ég var tíu, ellefu ára. Nú eru barnabörnin mín að sækja sér álíka efni á netinu, á ensku.“ Í jarðfræðideild HÍ hafði Guðrún marga góða kennara. „Það var Sigurður Steinþórsson sem leiddi mig inn í gjóskulagarannsóknir. Hann réð mig til að gera kornastærðargreiningar á stóru gjóskulagi sem kallast Hekla 4, það er um 4.300 ára gamalt og féll yfir 4/5 hluta landsins. Það varð BS-verkefnið mitt.“ Hún kveðst hafa notað gjóskulög í tvennum tilgangi. „Sigurður Þórarinsson þróaði gjóskulagatímatal sem notað er um allan heim. Það byggist á því að gjóskulag fellur yfir ákveðið svæði og aldur þess gildir alls staðar þar sem það finnst. Hekla 4 finnst til dæmis víða í Norður-Evrópu og í sjávarseti í Norður-Atlantshafi. Gjóskulögin er líka hægt að nota til að rekja gossögu einstakra eldfjalla eða heilu eldstöðvakerfanna, að sögn jarðfræðingsins. „Gjóskulögin eru gagnaskrár um gosin sem mynda þau. Það er meira að segja hægt að lesa hæð gosmakka út frá þeim,“ upplýsir hún. „Eitt þeirra gosa sem ég rannsakaði varð árið 1477 á gossprungu sem nær frá Landmannalaugum eina 65 km til norðausturs, álíka langt og frá Reykjavík að Þjórsárbrú. Á 26 kílómetra kafla gossprungunnar var ákaft sprengigos, svipuð vegalengd og frá Reykjavík að vegamótunum við Þrengslaveg og gjóskulagið var mjög stórt, um 10 rúmkílómetrar nýfallið,“ lýsir Guðrún. „Ég skoðaði líka gjóskulög í jökulísnum á sporðum Vatnajökuls með samstarfsmönnum mínum, Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðeðlisfræðingi og Helga Björnssyni jöklafræðingi. Bæði tímasettum við ísinn með því og svo kom líka í ljós að eldvirknin í eldstöðvum undir Vatnajökli gengur í bylgjum og nær hámarki á 130-140 ára fresti. Við erum á leiðinni inn í næsta hámark sem, miðað við gossöguna síðustu 800 ár, ætti að verða kringum 2030.“ Spurð hverju hún sé stoltust af á ferlinum nefnir Guðrún fyrrverandi doktorsnema sína, jarðfræðingana Bergrúnu A. Óladóttur og Esther R. Guðmundsdóttur, nú höfunda margra fræðigreina. Guðrún var einn af ritstjórum opins vefrits um eldstöðvakerfin á Íslandi, sem eru 32 talsins. Það má finna á vef Veðurstofu Íslands á slóðinni http://icelandicvolcanos.is Þar er hún höfundur og meðhöfundur margra kafla. Nú er Guðrún komin á eftirlaun en er þó hvergi nærri hætt að grúska.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. janúar 2017
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira