Ljóst er að þær Shannen Doherty, Alyssa Milano, Holly Marie Combs og Rose McGowan sem fóru með hlutverk í upprunalegu þáttunum munu ekki birtast í nýju seríunni.
Tvær þeirra, þær Alyssa Milano og Rose McGowan hafa áður sagt að þær séu ekki tilbúnar til að endurtaka hlutverk sín í nýjum þáttum.
Framleiðsla þáttanna er á upphafsstigi og ekki er ljóst hvenær nákvæmlega gerð þeirra lýkur en þættirnir eiga að fjalla um þrjár nornir, sem að þessu sinni eru ekki systur og gerist serían á árinu 1976, fyrir atburði upprunalegu seríunnar.
Aðdáendur Charmed geta því farið að láta sig hlakka til, en Holly Marie Combs óskaði þeim góðs gengis sem munu standa að nýju seríunni á Twitter síðu sinni.
We wish them well.
— Holly Marie Combs (@H_Combs) January 5, 2017