Aðgerðir stjórnvalda vegna erfiðleika í sauðfjárrækt skýrast Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 10:46 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda sauðfjárbænda. Vísir/Anton Brink Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt tillögur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að í fjáraukalögum 2017 verði varið 665 milljónum króna til að koma til móts við sauðfjárbændur. Þá verði málefni ungra sauðfjárbænda tekin til sérstakrar skoðunar af Byggðastofnun. Bændur munu eiga kost á greiðslum sem miðast við fjölda kinda á vetrarfóðrum samkvæmt haustskráningu Matvælastofnunar. Til þessa verkefnis verði varið 400 milljónum króna. Þá er 150 milljónum króna varið aukalega í svæðisbundinn stuðning við bændur sem eiga erfitt með að sækja atvinnu utan bús vegna fjarlægðar frá þéttbýli. Þessi fjárhæð kemur til viðbótar þeim 150 milljónum króna sem varið er til þessara mála samkvæmt gildandi búvörusamningi.Málefni ungra sauðfjárbænda tekin sérstaklega til skoðunar Einnig á að ráðast í úttekt á afurðarstöðvakerfinu sem verður grundvöllur viðræðna stjórnvalda, sláturleyfishafa og bænda um breytingar til hagsbóta fyrir neytendur og bændur. Til þessa verkefnis verður varið allt að 65 milljónum króna. Verkefni er lúta að kolefnisjöfnun eru styrkt sérstaklega. Þá er lögð áhersla á að efla nýsköpun og vöruþróun til að mæta kröfum ólíkra markaða og að styrkja útflutning. Um 50 milljónum króna verður varið í það að undirbyggja framangreind verkefni og tengja þau við endurskoðun búvörusamninga. Málefni ungra sauðfjárbænda verða tekin sérstaklega til skoðunar af Byggðastofnun í ljósi umræðu um skuldavanda þeirra. Úrræði eins og endurfjármögnun og lenging lána verða kannaðir sérstaklega.Afurðaverð til bænda fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðnaÁ vef Stjórnarráðsins segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að bregðast þurfi við fordæmalausum vanda. Bendir hann á að afurðaverð til bænda hafi fallið um þriðjung vegna utanaðkomandi aðstæðna. „Ég vona að um málið geti myndast pólitísk sátt enda erum við að styrkja tekjugrundvöll greinarinnar og jafnframt að styðja þá bændur sem byggja tekjur sínar nær alfarið á búrekstrinum,“ segir Kristján Þór. Þá segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, að samtökin fagni því að komnar séu fram aðgerðir gagnvart greininni. „Það er mikilvægt að brugðist sé strax við þeim rekstrarvanda sem bædnur standa frammi fyrir. Þá telja samtökin einnig jákvætt að farið verði í úttekt á afurðageiranum enda greining sem er nauðsynlegur liður fyrir framtíðarlausnir,“ segir hún. Oddný nefnir jafnframt að í framhaldinu sé nauðsynlegt að fara í frekari vinnu til framtíðarlausna og að mikilvægt sé að fyrir liggi ákveðið ferli. Ekki sé ásættanlegt að þurfa að treysta á sértækar aðgerðir þegar fall verður á mörkuðum vegna utanaðkomandi aðstæðna.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira