Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2017 00:01 Frá Turnpike í Flórída, sem er ein af þremur aðalleiðum fylkisins, en umferðin þar hefur verið mjög þétt undanfarna tvo sólarhringa. Vísir/Getty „Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
„Ef einhver er í vandræðum og póstar á þessa síðu er ég alveg viss um að einhver myndi svara þeirra hjálparbeiðni,“ segir Pétur Már Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída, um Facebook-síðuna sem félagið rekur. Fellibylurinn Irma stefnir nú hraðbyri á Flórídaskaga. Talið er að ytri bönd fellbylsins muni ná Miami annað kvöld en Pétur segir að vonast sé til að Irma verði farin af skaganum um hádegi næstkomandi mánudag. Staðan í Flórída er sú að allir sem eru við ströndina og við skerjagarð skagans er skipað að fara inn í landi og er engin undantekning frá því.Pétur Sigurðsson, formaður félagsins Íslendingar í Flórída.AðsendIrma mun ryðja á undan sér flóðbylgju sem getur náð allt að fjögurra metra hæð sem er hærra en lægstu hús. Þess vegna er skylda að yfirgefa strandlengjuna og fara inn í land og hafa fjöldi Íslendinga þurft að gera þar. Einhverjir hafa leitað á náðir Íslendingafélagsins í Flórída og þá hefur einnig verið hægt að fá aðstoð frá ræðismönnum á svæðinu. Pétur segir mjög erfitt að áætla hversu margir Íslendingar eru í Flórída þessa dagana. Til að mynda var um þrjátíu þúsund íbúum og 25 þúsund ferðamönnum í grennd við Miami skipað upp á meginlandi og segir Pétur næsta víst að fjöldi Íslenindga hafi verið þar. „Þeir Íslendingar sem ég þekki sem eru þarna suður frá fóru allir inn í land. Það eru einhver hundruð,“ segir Pétur. Hann bendir á að um nítján milljónir séu í Flórída og um fjórar til fimm milljónir séu á vegunum að reyna að koma sér í burtu. „Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið,“ segir Pétur Már. Þrjár aðalleiðir eru í Flórída, Interstate 75, Interstate 95 og Turnpike. „Það er búið að vera bíll við bíl á þeim götum í tvo sólarhringa.“ Hann segir að brottflutningarnir gangi þó nokkuð vel og það megi þakka allsherjar almannavarnaæfingu sem var haldin í fylkinu fyrir nokkrum árum. „Sú æfing miðaðist við hvað við gerum í versta tilfelli, það er að segja ef stór fellibylur eins og Irma kemur upp skagann og hefur áhrif á allt heila fylkið,“ segir Pétur. Allar takmarkanir varðandi þungaflutninga og svefntíma bílstjóra hafa verið felldar niður tímabundið svo hægt sé að koma bensíni á bensínstöðvar og lagt áherslu á að nóg bensíns sé á bensínstöðvum í kringum þessar þrjár stofnbrautir. Pétur er búinn að búa á Flórída í 19 ár, en hann er með hús í Ventura í Orlando. Hann undirbýr sig vel fyrir fellibylji og keyptir sér rafstöð árið 2004 sem hefur komið honum vel. Hann passar upp á að eiga nóg eldsneyti á rafstöðina og sér til þess að eiga nóg af þurrmat ef hún skyldi bila. Hann passar upp á að eiga nóg af vatni, drykkjarvörum og rafhlöðum og reynir að vera undir það búinn að vera sjálfum sér nógur í allt að viku fyrir fellibyl á borð við Irmu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira