Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 10:22 Pétur segir Eyrúnu og þau innan lögreglunnar stunda tilraunalögfræði, málið á hendur sér hafi verið della frá upphafi til enda. „Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt. Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
„Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt.
Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17