Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Fanginn afplánaði fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015. vísir/pjetur „Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
„Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30
Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56
Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04