Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Sveinn Arnarsson skrifar 8. mars 2017 06:00 Fanginn afplánaði fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot í Hrísey sumarið 2015. vísir/pjetur „Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
„Sálfræðingur hefur ekki komið inn í fangelsið á Akureyri síðan í byrjun árs 2015. Það er því ekki einu sinni hægt að óska eftir slíkri þjónustu því hún er hvergi sýnileg. Þetta er veruleikinn sem við höfum margoft bent á,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Fangi sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag eftir sjálfsvígstilraun í fangelsinu á Akureyri lést í gær.Guðmundur Ingi ÞóroddssonAðeins tveir sálfræðingar auk tveggja félagsráðgjafa eru við störf hjá Fangelsismálastofnun og eiga þeir að sinna öllum föngum sem sitja inni og öllum föngum á reynslulausn í opnum úrræðum. Í Danmörku er einn félagsráðgjafi á hverja 20 fanga og geðheilbrigðisþjónusta mun betri en hér. „Afstaða hefur um árabil gert alvarlegar athugasemdir við stöðu sálfræði- og geðlæknaþjónustu í fangelsunum,“ segir í tilkynningu félagsins. Ráðherra er krafinn um úrbætur. „Það er okkar mat að sálfræðingar stofnunarinnar þurfa að vinna í nánum tengslum við fanga og fangaverði en ekki í höfuðstöðvum fangelsismálastofnunar á Seltjarnarnesi, því þar gerast ekki hlutirnir.“ Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir mikilvægt að gera bragarbót á stöðu fangelsismála. „Eins og staðan er núna eru margir fangar fársjúkir. Við eigum að sjá sóma okkar í því að sinna fólki með þennan tvíþætta vanda, fíknivanda og geðsjúkdóma. Margir fangar í dag eiga frekar heima á sjúkrastofnunum en í fangelsi. Þetta þurfum við að laga.“Guðmundur Gíslason, forstöðumaður fangelsisins á Akureyri, segir fangelsið ekki geta tryggt það að fangar svipti sig ekki lífi. Vistarverur þeirra á Akureyri eru allajafna búnar nútíma þægindum. „Ef vilji er fyrir hendi geta fangar tekið eigið líf. Í klefum sínum eru þeir með sjónvörp, eigin fatnað, rúmföt og handklæði og hvaðeina,“ segir Guðmundur. Andlátið í gær er nú til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Fimm sjálfsvíg fanga frá 2001 7. mars 2017 10:00 Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30 Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56 Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Þingmenn sammála um úrbætur í refsiúrræðum og betrun fanga Dómsmálaráðherra segir að notkun annarra úrræða en fangavistar hafi aukist við fullnustu refsinga á Íslandi. 7. mars 2017 18:30
Fanginn sem fannst meðvitundarlaus í fangelsinu á Akureyri látinn Fanginn, sem fannst meðvitundarlaus í klefa sínum í fangelsinu á Akureyri er látinn. 7. mars 2017 12:56
Staða fanga rædd á Alþingi: „Auðvitað ætti að vera sálfræðingur á hverri starfsstöð“ Birgitta Jónsdóttir, þingkona Pírata, gagnrýndi að aðeins tvær sálfræðingar væru í vinnu hjá Fangelsismálastöfnun. 7. mars 2017 15:04