Dagur býður sig aftur fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2017 10:12 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fagnar 45 ára afmæli í dag. visir/vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“ Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, er ákveðinn í því að bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fara fram næsta vor. Hann segist óhræddur leggja störf sín í dóm kjósenda. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Fréttablaðinu í dag en hann fagnar 45 ára afmæli á kvenréttindadaginn. Starfið er áhugavert og fjölbreytt og maður fær tækifæri til að hafa áhrif á mótun samfélagsins. Ég horfi til þess að við höldum áfram að búa til græna borg sem leggur áherslu á lífsgæði, mannlíf og fjölbreytt atvinnutækifæri.“Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík.Tekið vel um alla borg Borgarstjórinn segir íbúa í höfuðborginni taka sér vel, hvert sem hann fari. „Hluti af því sem gefur mér mikið í starfi borgarstjóra er að hitta borgarbúa, sjá spennandi hluti gerast og finna hvað fólk er stolt af því. Það er geysilegur metnaður og framþróun í atvinnulífi Reykvíkinga, skólum, velferðarþjónustunni og hvert sem litið er og forréttindi að fá innsýn í það og taka þátt í því. Umræðan getur verið neikvæð á netinu en veruleikinn tekur henni langt fram og framúrskarandi móttökur sem ég fæ um alla borg hjá Reykvíkingum hvetja mig áfram á hverjum degi.“ Dagur segist ekki geyma læknaslopp í skáp skrifstofu sinnar en hann fór í læknisfræði til að forða sér frá því að fara út í pólitík.Gott að eiga læknaprófið í bakhöndinni „Ég vildi láta gott af mér leiða og mennta mig til starfs sem gengur út á samskipti við fólk, byggir á traustri þekkingu, vísindum og greiningu á vandamálum. Stundum langar mig til baka, læknisfræðin er frábært fag, en ekki á meðan ég á kost á að sinna núverandi starfi. Ég dreg þó ekki dul á að það sé gott fyrir stjórnmálamenn að eiga eitthvað jafn spennandi og áhugavert og læknisfræði að hverfa að, því það er ekki gott að vera í pólitík af því maður hafi ekki að öðru að hverfa. En það á sannarlega ekki við mig.“ Þá segir Dagur að fyrirmynd hans í embætti borgarstjóra sé Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík. „Ég fór í pólitík fyrir orð Ingibjargar Sólrúnar. Eitt af því sem hún og Reykjavíkurlistinn gerðu að lykilmáli í pólitík, og sem íhaldskarlar hlógu að árum saman, voru jafnréttismál, leikskólamál og barátta gegn ofbeldi. Það þurfti konur til að breyta þeim málum fyrir alvöru og það er arfur Kvennalistans sem við búum ennþá að. Borgarbúar studdu við þessar áherslur og mér finnst mikilvægt að halda þeim á lofti.“
Sveitarstjórnarmál Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira