Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 23:04 Svona leit göngubrúin út í dag. Hólmsá í foráttuvexti. Jón Kjartansson Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag. Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag.
Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04