Innlent

Við erum miður okkar að hafa misst brúna

Kristján Már Unnarsson skrifar
Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn..
Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn.. Stöð 2/Arnar Halldórsson.

„Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn, í morgun vegna frétta sem bárust af því að göngubrúna yfir Hólmsá við Fláajökul hefði tekið af í gær. 

Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá út eftir hamfarirnar í gær. Jón Kjartansson

„Já, þetta er víst því miður satt. Verktaki, Jón Kjartansson hjá Rósaberg, sem var á ferðinni á Mýrum í gær, keyrði inn að Fláajökli um tvö leytið. Þá var brúin farin."

Bæjarstjóri Hornafjarðar og ungur piltur opnuðu gönguleiðina um síðustu mánaðamót með því að klippa á borða á brúnni yfir Kolgrafardalsá. Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.

Aðeins eru fjórar vikur frá því Sveitarfélagið Hornafjörður, Vatnajökulsþjóðgarður, landeigendur og Ríki Vatnajökuls opnuðu við formlega athöfn 22 kílómetra gönguleið með sporðum Mýrajökla, milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Þá var klippt á borða við brúna yfir Kolgrafardalsá, sem var síðasta brúin af þremur sem byggð var á leiðinni.

Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn. Vatnajökulsþjóðgarður.

Göngubrúin yfir Hólmsá var áður risin, var tekin í notkun vorið 2014. 

Það var bæjarstjóri Hornafjarðar, Björn Ingi Jónsson, sem um síðustu mánaðamót opnaði leiðina ásamt ungum pilti, sem fékk að klippa á borðann. Meðal viðstaddra voru Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og ritari Ferðafélagsbóka um svæðið, og Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.

Hjörleifur Guttormsson á brúnni yfir Kolgrafardalsá. Hann var meðal þeirra sem fögnuðu nýju gönguleiðinni um mánaðamótin. Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.

Tengdar fréttir

Ný göngubrú yfir Hólmsá

Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.