Við erum miður okkar að hafa misst brúna Kristján Már Unnarsson skrifar 28. september 2017 09:26 Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn.. Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn, í morgun vegna frétta sem bárust af því að göngubrúna yfir Hólmsá við Fláajökul hefði tekið af í gær. Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá út eftir hamfarirnar í gær.Jón Kjartansson„Já, þetta er víst því miður satt. Verktaki, Jón Kjartansson hjá Rósaberg, sem var á ferðinni á Mýrum í gær, keyrði inn að Fláajökli um tvö leytið. Þá var brúin farin."Bæjarstjóri Hornafjarðar og ungur piltur opnuðu gönguleiðina um síðustu mánaðamót með því að klippa á borða á brúnni yfir Kolgrafardalsá.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Aðeins eru fjórar vikur frá því Sveitarfélagið Hornafjörður, Vatnajökulsþjóðgarður, landeigendur og Ríki Vatnajökuls opnuðu við formlega athöfn 22 kílómetra gönguleið með sporðum Mýrajökla, milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Þá var klippt á borða við brúna yfir Kolgrafardalsá, sem var síðasta brúin af þremur sem byggð var á leiðinni.Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Göngubrúin yfir Hólmsá var áður risin, var tekin í notkun vorið 2014. Það var bæjarstjóri Hornafjarðar, Björn Ingi Jónsson, sem um síðustu mánaðamót opnaði leiðina ásamt ungum pilti, sem fékk að klippa á borðann. Meðal viðstaddra voru Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og ritari Ferðafélagsbóka um svæðið, og Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.Hjörleifur Guttormsson á brúnni yfir Kolgrafardalsá. Hann var meðal þeirra sem fögnuðu nýju gönguleiðinni um mánaðamótin.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður. Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Ný göngubrú yfir Hólmsá Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag. 15. maí 2014 07:00 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn, í morgun vegna frétta sem bárust af því að göngubrúna yfir Hólmsá við Fláajökul hefði tekið af í gær. Svona leit göngubrúin yfir Hólmsá út eftir hamfarirnar í gær.Jón Kjartansson„Já, þetta er víst því miður satt. Verktaki, Jón Kjartansson hjá Rósaberg, sem var á ferðinni á Mýrum í gær, keyrði inn að Fláajökli um tvö leytið. Þá var brúin farin."Bæjarstjóri Hornafjarðar og ungur piltur opnuðu gönguleiðina um síðustu mánaðamót með því að klippa á borða á brúnni yfir Kolgrafardalsá.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.Aðeins eru fjórar vikur frá því Sveitarfélagið Hornafjörður, Vatnajökulsþjóðgarður, landeigendur og Ríki Vatnajökuls opnuðu við formlega athöfn 22 kílómetra gönguleið með sporðum Mýrajökla, milli Skálafells í Suðursveit og Haukafells á Mýrum. Þá var klippt á borða við brúna yfir Kolgrafardalsá, sem var síðasta brúin af þremur sem byggð var á leiðinni.Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Göngubrúin yfir Hólmsá var áður risin, var tekin í notkun vorið 2014. Það var bæjarstjóri Hornafjarðar, Björn Ingi Jónsson, sem um síðustu mánaðamót opnaði leiðina ásamt ungum pilti, sem fékk að klippa á borðann. Meðal viðstaddra voru Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, og ritari Ferðafélagsbóka um svæðið, og Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður.Hjörleifur Guttormsson á brúnni yfir Kolgrafardalsá. Hann var meðal þeirra sem fögnuðu nýju gönguleiðinni um mánaðamótin.Mynd/Sveitarfélagið Hornafjörður.
Tengdar fréttir Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04 Ný göngubrú yfir Hólmsá Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag. 15. maí 2014 07:00 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. 27. september 2017 23:04
Ný göngubrú yfir Hólmsá Ný göngubrú yfir Hólmsá við Fláajökul í Austur-Skaftafellssýslu verður formlega vígð á föstudag. 15. maí 2014 07:00
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04