Vísindamenn kalla eftir samtali um framtíð og notkun CRISPR Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. mars 2017 19:30 Skiptar skoðanir eru um hvort standa eigi í tilraunum á fósturvísum manna. Stofnfrumur manna er þó víða notaðar í rannsóknum. VÍSIR/GETTY Umdeildar tilraunir á fósturvísum manna með CRISPR-erfðabreytingatækninni kalla á svör við flóknum siðferðilegum spurningum. Íslenskir vísindamenn kalla eftir samtali um framtíð hennar. CRISPR-erfðabreytingatæknin eins og hún er notuð í dag leit dagsins ljós árið 2012. Það voru vísindakonurnar Emannuelle Charpentier og Jennifer Doudna sem lýstu því hvernig beisla mætti CRISPR, sem er ævafornt ónæmiskerfi baktería, til að eiga við erfðaefni flestra lífvera. Þar á meðal erfðaefni sem leynist í svokölluðum fjölhæfum stofnfrumum í fósturvísum manna. Þetta er frumur sem geta sérhæfst í nánast hvaða frumugerð sem er.Jennifer Doudna, prófessor í efnafræði og sameinda- og frumulíffræði við Berkley-háskóla. Hún hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á CRISPR/Cas-kerfinu.VÍSIR/GETTYÞví eru mikill máttur fólgin í því að geta stýrt því hvernig þær sérhæfa sig, til dæmis út frá þörfum sjúklings sem síðan fær skammt af erfðabreyttum frumum sem leggja til atlögu við meinið. Talið er að sú nákvæmni og hagkvæmni sem fellst í notkun CRISPR muni hafa mikil áhrif á genalækningar. Í dag er þetta erfðabreytingakerfi, sem samanstendur af CRISPR og prótínínu Cas, notað í rannsóknarstofum um víða veröld. Stuttu eftir að það var kynnt til leiks fóru hópar vísindamanna að viðra hugmyndir um að stökkbreyta ekki aðeins stofnfrumum manna, heldur sjálfum fósturvísunum. CRISPR/Cas-kerfið var notað til að eiga við fósturvísa þessara krabbaloðapa.VÍSIR/Ji Weizhi/Kunming Institute of ZoologyÍsinn brotinnÁrið 2014 tilkynntu kínverskir vísindamenn að þeir hefðu erfðabreytt fósturvísum apa. Tilraunin sýndi fram á að hægt er að skapa lífvænlega, erfðabreytta prímata með CRISPR-tækninni. Vísindamennirnir gerðu breytingar á genum apanna sem talin eru stýra efnaskiptum, ónæmisfrumum, stofnfrumum og ákvörðun kyns. Fram að þessu hafði tæknin aðeins verið notuð til að breyta genum manna og dýra í ræktunarskálum og í dýrum eins og músum og sebrafiskum. Árið 2015 tilkynnti annar hópur vísindamanna að tekist hefði að breyta erfðaefni mannafósturvísis þar sem átt var við gen sem talin eru stuðla að beta-dvergkornablóðleysi, sem er illvígur blóðsjúkdómur. Þessar tilraunir kínversku vísindamannanna og aðrar sambærilegar hugmyndir um erfðabreytta mannafósturvísa vöktu gríðarlega athygli og voru uppspretta nýrrar umræðu um siðferðilegar átakalínur erfðavísindanna. En þó svo að þeir sem nota tæknina átti sig á þessum möguleikum hennar, þá eru fæstir sem hafa áhuga á að beita henni á þennan hátt. Svipaðar vangaveltur voru uppi fyrir um tveimur áratugum vísindamönnum tókst að búa til stofnfrumur úr fósturvísum manna. Þá virtist klónun ekki vera fjarlægur möguleiki. „Það hefur auðvitað ekki gerst,“ segir Erna Magnúsdóttir, dósent í líffæra og lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. „En þarna eru snertifletir lífvísinda og siðfræði. Menn sjá það fyrir sér að það verði hægt, undir ákveðnum og stífum kringumstæðum, að leiðrétta mannafósturvísa og laga alvarlegar stökkbreytingar.“Töfrasproti í tilraunaglasiErna og og Guðrún Valdimarsdóttir, lektor í lífefnafræði, nota CRISPR/Cas-kerfið í rannsóknum sínum. Erna hefur notað tæknina til að eyða genum í kynfrumum músa. Guðrún rannsakar stofnfrumur úr fósturvísum manna og eyðir genum fjölhæfra frumna sem sérhæfa sig í frumur hjarta og æðakerfisins.Erna Magnúsdóttir, dósent í líffæra og lífeindafræði við Læknadeild HÍ.VÍSIR/KRISTINN INGVARSSON/HÁSKÓLI ÍSLANDSRannsóknir þeirra eru ágætt dæmi um hvernig CRISPR/Cas-kerfið er almennt notað - við grunnrannsóknir á sjúkdómum, lyfjaprófanir og þróun nýrra meðferðarúrræða. Einfaldleiki og skilvirkni kerfisins hefur bylt störfum þeirra sem lifa og hrærast í veröld erfðavísindanna, en kerfið kallar einnig á svör við erfiðum spurningum. „Gætum við notað þetta til þess að laga erfðagalla í mannafósturvísum? Gætum við þessa tækni til að laga þekktar stökkbreytingar eins og vöðvarýrnum eða Alzheimer ef við þekktum gen sem valda því? Þetta eru eðlilegar spurningar sem vakna, segir Erna. Miklar framfarir hafa átt sér stað í genalækningum síðust áratugi og samhliða því hefur framtíðarmúsíkin ómað, og til að finna taktinn þarf aðeins að rýna í forsíður tímaritsins Time undanfarna áratugi þar sem afhjúpun, klófesting og hagnýting genamengisins er boðuð.VÍSIR/TIMERannsóknir Guðrúnar taka til stofnfruma úr fósturvísum, frumur sem aldrei geta orðið að manneskju. Hún og Erna kalla eftir samtali um tæknina og erfðabreytingar á fósturvísum manna - breytingar sem erfast milli kynslóða. Raunar hefur annar höfunda tækninnar, Jennifer Doudna, kallað eftir stöðvun á slíkum tilraunum. Guðrún segir tilraunir kínversku vísindahópanna á fósturvísum manna vekja upp stórar siðferðilegar spurningar: „Þegar [rannsóknar]hópurinn gerði þetta, þá kom mikil hræðsla upp í samfélaginu, varðandi það hvað þetta gæti mögulega falið í sér,“ segir Guðrún.Framtíðin er núnaTilraunir á fósturvísum manna eru umdeildar en málin flækjast þegar afrakstur þeirra gæti leitt til meiriháttar framfara í meðferðarúrræðum. Karólínska stofnunin í Stokkhólmi og Francis Crick-stofnunin í Lundúnum stunda nú grunnrannsóknir á fósturvísum manna, markmið þeirra er að varpa nýju ljósi á fósturþroska og jafnvel finna ný úrræði við fósturláti og jafnvel ófrjósemi.Guðrún Valdimarsdóttir, , lektor í lífefnafræði við Læknadeild HÍ.„Þau eru að slá út ákveðin gen sem eru virk á fyrstu stigum fósturvísisins og þau munu aðeins rækta hann í sjö daga. Síðan er honum fargað. Það er mikilvægt að átta sig á að þetta eru grunnrannsóknir þar sem þau nota erfðatæknina til að átta sig á ákveðnum sjúkdómum,“ segir Guðrún. Framtíðin er núna og það er mjög líklegt að það verði mjög stórar framfarir í alls konar meðferðarúrræðum samhliða CRISPR og með nýtingu CRISPR. Þá ekki til erfðalæknina þannig að við séum að breyta kímlínum manna eða breyta fósturvísum, heldur hreinlega að reyna að lagfæra sjúkdóma með því að erfðabreyta stofnfrumum manna og setja þá aftur inn í einstaklinginn sem erfist svo ekki til næstu kynslóðar,“ segir Erna. Guðrún tekur í sama streng og kallar eftir umræðu um tæknina og notkun hennar. „Við þurfum samtal. Við öll berum ábyrgð á því hvernig þessi tæknier notuð, vísindamenn, siðfræðingar og samfélagið í heild sinni,“ segir Guðrún. Tengdar fréttir Vísindamenn öðlast nýja sýn á sjúkdóma með CRISPR Þó svo að stutt sé síðan CRISPR-erfðatæknin leit dagsins ljós er hún núna í notkun í tilraunastofum vítt og breitt um heiminn. Tæknin boðar byltingu á skilningi okkar á erfðum og erfðabreytingum og möguleikar hennar eru nær óþrjótandi. Hvergi mun hún þó hafa jafn mikil áhrif og í læknisvísindum. 27. febrúar 2017 18:45 Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Umdeildar tilraunir á fósturvísum manna með CRISPR-erfðabreytingatækninni kalla á svör við flóknum siðferðilegum spurningum. Íslenskir vísindamenn kalla eftir samtali um framtíð hennar. CRISPR-erfðabreytingatæknin eins og hún er notuð í dag leit dagsins ljós árið 2012. Það voru vísindakonurnar Emannuelle Charpentier og Jennifer Doudna sem lýstu því hvernig beisla mætti CRISPR, sem er ævafornt ónæmiskerfi baktería, til að eiga við erfðaefni flestra lífvera. Þar á meðal erfðaefni sem leynist í svokölluðum fjölhæfum stofnfrumum í fósturvísum manna. Þetta er frumur sem geta sérhæfst í nánast hvaða frumugerð sem er.Jennifer Doudna, prófessor í efnafræði og sameinda- og frumulíffræði við Berkley-háskóla. Hún hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaun í efnafræði fyrir rannsóknir sínar á CRISPR/Cas-kerfinu.VÍSIR/GETTYÞví eru mikill máttur fólgin í því að geta stýrt því hvernig þær sérhæfa sig, til dæmis út frá þörfum sjúklings sem síðan fær skammt af erfðabreyttum frumum sem leggja til atlögu við meinið. Talið er að sú nákvæmni og hagkvæmni sem fellst í notkun CRISPR muni hafa mikil áhrif á genalækningar. Í dag er þetta erfðabreytingakerfi, sem samanstendur af CRISPR og prótínínu Cas, notað í rannsóknarstofum um víða veröld. Stuttu eftir að það var kynnt til leiks fóru hópar vísindamanna að viðra hugmyndir um að stökkbreyta ekki aðeins stofnfrumum manna, heldur sjálfum fósturvísunum. CRISPR/Cas-kerfið var notað til að eiga við fósturvísa þessara krabbaloðapa.VÍSIR/Ji Weizhi/Kunming Institute of ZoologyÍsinn brotinnÁrið 2014 tilkynntu kínverskir vísindamenn að þeir hefðu erfðabreytt fósturvísum apa. Tilraunin sýndi fram á að hægt er að skapa lífvænlega, erfðabreytta prímata með CRISPR-tækninni. Vísindamennirnir gerðu breytingar á genum apanna sem talin eru stýra efnaskiptum, ónæmisfrumum, stofnfrumum og ákvörðun kyns. Fram að þessu hafði tæknin aðeins verið notuð til að breyta genum manna og dýra í ræktunarskálum og í dýrum eins og músum og sebrafiskum. Árið 2015 tilkynnti annar hópur vísindamanna að tekist hefði að breyta erfðaefni mannafósturvísis þar sem átt var við gen sem talin eru stuðla að beta-dvergkornablóðleysi, sem er illvígur blóðsjúkdómur. Þessar tilraunir kínversku vísindamannanna og aðrar sambærilegar hugmyndir um erfðabreytta mannafósturvísa vöktu gríðarlega athygli og voru uppspretta nýrrar umræðu um siðferðilegar átakalínur erfðavísindanna. En þó svo að þeir sem nota tæknina átti sig á þessum möguleikum hennar, þá eru fæstir sem hafa áhuga á að beita henni á þennan hátt. Svipaðar vangaveltur voru uppi fyrir um tveimur áratugum vísindamönnum tókst að búa til stofnfrumur úr fósturvísum manna. Þá virtist klónun ekki vera fjarlægur möguleiki. „Það hefur auðvitað ekki gerst,“ segir Erna Magnúsdóttir, dósent í líffæra og lífeindafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. „En þarna eru snertifletir lífvísinda og siðfræði. Menn sjá það fyrir sér að það verði hægt, undir ákveðnum og stífum kringumstæðum, að leiðrétta mannafósturvísa og laga alvarlegar stökkbreytingar.“Töfrasproti í tilraunaglasiErna og og Guðrún Valdimarsdóttir, lektor í lífefnafræði, nota CRISPR/Cas-kerfið í rannsóknum sínum. Erna hefur notað tæknina til að eyða genum í kynfrumum músa. Guðrún rannsakar stofnfrumur úr fósturvísum manna og eyðir genum fjölhæfra frumna sem sérhæfa sig í frumur hjarta og æðakerfisins.Erna Magnúsdóttir, dósent í líffæra og lífeindafræði við Læknadeild HÍ.VÍSIR/KRISTINN INGVARSSON/HÁSKÓLI ÍSLANDSRannsóknir þeirra eru ágætt dæmi um hvernig CRISPR/Cas-kerfið er almennt notað - við grunnrannsóknir á sjúkdómum, lyfjaprófanir og þróun nýrra meðferðarúrræða. Einfaldleiki og skilvirkni kerfisins hefur bylt störfum þeirra sem lifa og hrærast í veröld erfðavísindanna, en kerfið kallar einnig á svör við erfiðum spurningum. „Gætum við notað þetta til þess að laga erfðagalla í mannafósturvísum? Gætum við þessa tækni til að laga þekktar stökkbreytingar eins og vöðvarýrnum eða Alzheimer ef við þekktum gen sem valda því? Þetta eru eðlilegar spurningar sem vakna, segir Erna. Miklar framfarir hafa átt sér stað í genalækningum síðust áratugi og samhliða því hefur framtíðarmúsíkin ómað, og til að finna taktinn þarf aðeins að rýna í forsíður tímaritsins Time undanfarna áratugi þar sem afhjúpun, klófesting og hagnýting genamengisins er boðuð.VÍSIR/TIMERannsóknir Guðrúnar taka til stofnfruma úr fósturvísum, frumur sem aldrei geta orðið að manneskju. Hún og Erna kalla eftir samtali um tæknina og erfðabreytingar á fósturvísum manna - breytingar sem erfast milli kynslóða. Raunar hefur annar höfunda tækninnar, Jennifer Doudna, kallað eftir stöðvun á slíkum tilraunum. Guðrún segir tilraunir kínversku vísindahópanna á fósturvísum manna vekja upp stórar siðferðilegar spurningar: „Þegar [rannsóknar]hópurinn gerði þetta, þá kom mikil hræðsla upp í samfélaginu, varðandi það hvað þetta gæti mögulega falið í sér,“ segir Guðrún.Framtíðin er núnaTilraunir á fósturvísum manna eru umdeildar en málin flækjast þegar afrakstur þeirra gæti leitt til meiriháttar framfara í meðferðarúrræðum. Karólínska stofnunin í Stokkhólmi og Francis Crick-stofnunin í Lundúnum stunda nú grunnrannsóknir á fósturvísum manna, markmið þeirra er að varpa nýju ljósi á fósturþroska og jafnvel finna ný úrræði við fósturláti og jafnvel ófrjósemi.Guðrún Valdimarsdóttir, , lektor í lífefnafræði við Læknadeild HÍ.„Þau eru að slá út ákveðin gen sem eru virk á fyrstu stigum fósturvísisins og þau munu aðeins rækta hann í sjö daga. Síðan er honum fargað. Það er mikilvægt að átta sig á að þetta eru grunnrannsóknir þar sem þau nota erfðatæknina til að átta sig á ákveðnum sjúkdómum,“ segir Guðrún. Framtíðin er núna og það er mjög líklegt að það verði mjög stórar framfarir í alls konar meðferðarúrræðum samhliða CRISPR og með nýtingu CRISPR. Þá ekki til erfðalæknina þannig að við séum að breyta kímlínum manna eða breyta fósturvísum, heldur hreinlega að reyna að lagfæra sjúkdóma með því að erfðabreyta stofnfrumum manna og setja þá aftur inn í einstaklinginn sem erfist svo ekki til næstu kynslóðar,“ segir Erna. Guðrún tekur í sama streng og kallar eftir umræðu um tæknina og notkun hennar. „Við þurfum samtal. Við öll berum ábyrgð á því hvernig þessi tæknier notuð, vísindamenn, siðfræðingar og samfélagið í heild sinni,“ segir Guðrún.
Tengdar fréttir Vísindamenn öðlast nýja sýn á sjúkdóma með CRISPR Þó svo að stutt sé síðan CRISPR-erfðatæknin leit dagsins ljós er hún núna í notkun í tilraunastofum vítt og breitt um heiminn. Tæknin boðar byltingu á skilningi okkar á erfðum og erfðabreytingum og möguleikar hennar eru nær óþrjótandi. Hvergi mun hún þó hafa jafn mikil áhrif og í læknisvísindum. 27. febrúar 2017 18:45 Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Vísindamenn öðlast nýja sýn á sjúkdóma með CRISPR Þó svo að stutt sé síðan CRISPR-erfðatæknin leit dagsins ljós er hún núna í notkun í tilraunastofum vítt og breitt um heiminn. Tæknin boðar byltingu á skilningi okkar á erfðum og erfðabreytingum og möguleikar hennar eru nær óþrjótandi. Hvergi mun hún þó hafa jafn mikil áhrif og í læknisvísindum. 27. febrúar 2017 18:45
Vísindaskáldskapurinn raungerist: CRISPR og gullöld erfðavísinda Þúsundir erfðabreyttra smáfiska svamla um í tilraunastofu undir Háskólanum í Reykjavík. Vísindamenn nota einstaka og byltingarkennda tækni til að framkalla mennska sjúkdóma í fiskunum og þar með grundvöll fyrir tilraunir á nýjum lyfjum. 26. febrúar 2017 19:00